James McVinnie leikur á lokatónleikum Alþjóðlegs orgelsumars 2016 laugardaginn 21. ágúst kl. 12 og sunnudaginn 22. ágúst kl. 17.

Hallgrímskirkja - Sálmafoss 2016
Sálmafoss 2016 í Hallgrímskirkju 20. ágúst 15:00 – 21:00
19/08/2016
Ave María Kaldalóns á morgun
23/08/2016

James McVinnie leikur á lokatónleikum Alþjóðlegs orgelsumars 2016 laugardaginn 21. ágúst kl. 12 og sunnudaginn 22. ágúst kl. 17.

James McVinnie

Hinn fjölhæfi James McVinnie mun á tónleikum sínum leika djarflega blöndu af tónlist frá endurreisnartímanum, Bach, Stravinskí, Vaughan Williams og nýtt verk sem Nico Muhli skrifaði fyrir hann.  James McVinnie er vel þekktur bæði sem einleikari og fyrir áhuga sinn á nýsköpun í tónlist. Hann gegndi stöðu aðstoðarorganista við Westminster Abbey 2008–2011 þar sem hann stjórnaði meðal annars hinum heimsfræga kór kirkjunnar og tók þátt í tónlistarflutningi við brúðkaup Vilhjálms prins og Katrínar árið 2011. Áður gegndi hann svipaðri stöðu við Dómkirkjur heilags Páls og Albans og við Clare College í Cambridge þar sem hann lagði stund á tónlistarnám. James hefur leikið inn á geislaplötur með kórtónlist og eldri tónlist (continuo-rödd) og komið fram á flestum barokkhátíðum í Evrópu. Hann er félagi í Bedroom Community Valgeirs Sigurðssonar sem er bæði plötuútgáfa og alþjóðlegur samstarfshópur tónlistarfólks úr ólíkum áttum.

Miðaverð er 2.000 kr. á laugardagstónleikana og 2.500 kr. á sunnudaginn, miðasala á midi.is og við innganginn.

Sjá nánar á listvinafelag.is

Efnisskrá laugardaginn 20. ágúst kl. 12 

Toccata in F BWV 540 – J S Bach

Patterns – Nico Muhly

i Move Along

ii Palindromes

iii Similar

iv Very Fast Music

Berceuse & Final úr Eldfuglinum – I Stravinsky

Efnisskrá sunnudaginn 21. ágúst kl. 17 

Five Renaissance Dances – Anon

Unter der Linden Grüne – J P Sweelinck

Patterns – Nico Muhly

i Move Along

ii Palindromes

iii Similar

iv Very Fast Music

Prelude & Fugue í e-moll BWV 552 – J S Bach

Romanza úr Sinfóníu nr. 5 – R Vaughan Williams

Berceuse & Final úr Eldfuglinum – I Stravinsky