Páskahátíð Hallgrímskirkju 29. mars – 6. apríl 2015

Passía – tónlist fyrir hug og hjarta
Passía – tónlist fyrir hug og hjarta
24/03/2015
Tónleikar Tónlistardeildar Listaháskólans í samvinnu við Listvinafélagið laugardaginn 25. apríl kl. 14
Tónleikar Tónlistardeildar Listaháskólans í samvinnu við Listvinafélagið laugardaginn 25. apríl kl. 14
24/04/2015
Sýna allt

Páskahátíð Hallgrímskirkju 29. mars – 6. apríl 2015

Páskahátíð Hallgrímskirkju 29. mars – 6. apríl 2015

Pálmasunnudagur 29. mars – nýr prestur, prósessía, messa og barnastarf

10.45 Hallgrímstorg. Birkigreinum útdeilt. Fluttur verður Introitus fyrir Pálmasunnudag eftir Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld fyrir kór og málmblásara og gengið í prósessíu til kirkjunnar.
Allir innilega velkomnir og foreldrar hvattir til að taka börn sín með.

11.00 Messa í Hallgrímskirkju.Nýr prestur Hallgrímskirkju sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sett inn í embætti af sr. Birgi Ásgeirssyni. Sr. Irma Sjöfn prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni sóknarpresti. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar. Einsöngvari Þórgunnur Örnólfsdóttir, organisti Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf á sama tíma og messan í umsjón Ingu Harðardóttur cand.theol. og verður páskaföndur með börnunum með Ingu, Helene Ingu, Rósu og Karítas.  Veislukaffi eftir messu og allir velkomnir.

14.00 Ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur er sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti Björn Steinar Sólbergsson.
Kaffi og meðlæti eftir messu. Allir velkomnir.

Skírdagur 2. apríl – Söngvahátíð barnanna- kvöldmessa- Getsemanestund og afskrýðing altaris

17.00 Söngvahátíð barnanna

130 barna kór ásamt djasshljómsveit, flytur fjölbreytta söngva frá ýmsum löndum ásamt nýjum íslenskum barnasálmum.
Sérstakur gestur er Egill Ólafsson söngvari. Kynnir:  Nýr sóknarprestur Hallgrímskirkju, dr. Sigurður Árni Þórðarson kynnir.
Stjórnandi er Tómas Guðni Eggertsson organisti Seljakirkju.
Ókeypis aðgangur. Allir innilega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Barnakórar:
Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, stjórnendur Helga Loftsdóttir og Anna Magnúsdóttir
Stúlknakór Langholtskirkju (Graduale futuri), stjórnandi Rósa Jóhannesdóttir
Börn úr kórskóla Langholtskirkju, stjórnandi Bryndís Baldvinsdóttir
Stúlknakór Seljakirkju, stjórnandi Rósalind Gísladóttir
Barnakór Akraneskirkju stjórnandi Sveinn Arnar Sæmundsson
Barnakór Bústaðakirkju, stjórnandi Svava Ingólfsdóttir
Stúlknakór Reykjavíkur og Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju, stjórnendur Margrét Pálmadóttir, Guðrún Árný Guðmundsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir
Hljómsveit:
Þórir Úlfarsson píanó, Pétur Valgarð Pétursson gítar, Matthías Stefánsson fiðla, Gunnar Hrafnsson bassi og Magnús Magnússon trommur.

20.00 Messa með altarisgöngu- síðustu kvöldmáltíðarinnar minnst.
Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða messusöng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.
Að messu lokinni fer fram stutt athöfn,Getsemanestund. Lesinn verður kafli píslarsögunnar um bæn Jesú í Getsemane og að því loknu verður altarið afskrýtt á meðan lesið er úr 22. Davíðssálmi. Íhugun niðurlægingar Krists.Pelíkanklæði Unnar Ólafsdóttur sett fram fyrir föstudaginn langa.

Föstudagurinn langi 3. apríl- Passíusálmalestur- Passía eftir Hafliða Hallgrímsson og kvöldmessa

11.00 – 16.00 Passíusálmalestur – 10 konur lesa (Athugið breyttan tíma)
Í tilefni af afmælisári kosningaréttar kvenna lesa eftirtaldar konur Passíusálma Hallgríms Péturssonar: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Brynja Þorgeirsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Umsjónarmenn eru Þórunn Sigurðardóttir og Ævar Kjartansson.
Orgelleikur milli lestra. Gestir eru hvattir til að taka með sér Passíusálma.
Ókeypis aðgangur.

17.00 Hátíðartónleikar.
Passía eftir Hafliða Hallgrímsson

fyrir kór, tvo einsöngvara og 35 hljóðfæraleikara
Flytjendur: Hanna Dóra Sturludóttir mezzosópran, Elmar Gilbertsson tenór, Mótettukór Hallgrímskirkju og Kammersveit Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Hið stórbrotna tónverk sem samið var að beiðni Listvinafélags Hallgrímskirkju í tilefni af Kristnitökuárinu árið 2000 hefur hlotið afburða dóma. Flutningurinn er tileinkaður minningu Guðmundar Hallgrímssonar lyfjafræðings, bróður tónskáldsins.
Aðgangseyrir: 4900 kr. Miðasala í Hallgrímskirkju og á midi.is.
20.00 Guðsþjónusta að kvöldi föstudagsins langa. (Athugið breyttan tíma).
Prestar eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, sem prédikar og dr. Sigurður Árni Þórðarson. Organisti er Eyþór Franzson Wechner. Schola cantorum syngur.

Páskadagur 5. apríl  „Kristur er upprisinn“- árdegisguðsþjónusta – páskamessa og barnastarf

8.00 Páskaguðsþjónusta með helgileik úr Hólabók frá 1589. Mótettukór Hallgrímskirkju og einsöngvarar úr röðum kórfélaga syngja.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni.
Stjórnandi er Hörður Áskelsson, organisti Björn Steinar Sólbergsson.
11.00 Hátíðarmessa og barnastarf á Páskadag. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur hátíðlega páskatónlist undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf í umsjón Ingu Harðardóttur cand.theol. ásamt Sólveigu Önnu, Karítas og Rósu.

Annar í páskum 6. apríl – Fermingarmessa

11.00 Hátíðarmessa og ferming. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og Ingu Harðardóttur cand.theol. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson.

_________________________________

STREYMI – sýning Guðbjargar Ringsted í forkirkju Hallgrímskirkju  20. mars -18. maí 2015.

Á sýningunni eru ný málverk eftir Guðbjörgu sem eru að hluta til byggð á jurta- og blómamynstrum faldbúningsins sem Sigurður Guðmundsson teiknaði á síðari hluta nítjándu aldar.
Níels Hafstein segir m.a. um verkin: “Guðbjörg finnur blómum sínum nýstárlegan farveg, sem er magnaður upp af persónulegu innsæi og listfengi…. þau eru spegilmyndir umhverfisins, markviss innhverf tjáning. “

Ókeypis aðgangur. Opið alla daga á opnunartíma kirkjunnar.

listvinafelag.is, hallgrimskirkja.is

Hallgrímskirkja og turninn eru opin alla daga kl. 9-17, en opið er frá kl. 9-21 frá og með skírdegi og til annars í páskum