ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2020- Íslenskir organistar leika alla fimmtudaga 25. júní – 20. ágúst  kl. 12.30.

Hallgrímskirkja
Mysterium á RÚV 1 sjónvarp á Hvítasunnudag kl. 15 – Upptaka frá opnunartónleikum Kirkjulistahátíðar 2019
29/05/2020
Björn Steinar Sólbergsson
Björn Steinar Sólbergsson leikur á upphafstónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 25. júní kl. 12.30
23/06/2020

ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2020- Íslenskir organistar leika alla fimmtudaga 25. júní – 20. ágúst  kl. 12.30.

Hallgrímskirkja

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar frá 25. júní – 20. ágúst kl. 12.30 undir heitinu ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2020, en vegna heimsfaraldursins varð að fresta Alþjóðlegu Orgelsumri 2020 í Hallgrímskirkju. 

Íslenskir organistar munu sjá til þess að Klais-orgel Hallgrímskirkju þagni þó ekki og á tónleikum sumarsins gefst áheyrendum kostur á að heyra 9 íslenska organista, sem starfa við kirkjur víða um land, leika listir sínar í Hallgrímskirkju. 

Á tónleikunum má heyra mjög fjölbreyttar og aðgengilegar efnisskrár með orgelverkum m.a. eftir J.S. Bach (Tokkata og fúga í d-moll, Passacaglia), Albinoni (Adagio), Mendelssohn, Mozart, Widor (Tokkata), Vierne og Alain ( Litanies). 

Eftirfarandi organistar leika á ORGELSUMRI 2020 í Hallgrímskirkju í sumar:

25. júní                Björn Steinar Sólbergsson Hallgrímskirkju Reykjavík

2. júlí                   Erla Rut Káradóttir Grindavíkurkirkju

9. júlí                   Kári Þormar Dómkirkjunni í Reykjavík

16. júlí                  Matthías Harðarson Reykjavík

23. júlí                  Kitty Kovács Landakirkju Vestmannaeyjum

30. júlí                  Tómas Guðni Eggertsson Seljakirkju Reykjavík

6. ágúst                Eyþór Ingi Jónsson Akureyrarkirkju

13. ágúst              Eyþór Wechner Blönduóskirkju

20. ágúst              Lára Bryndís Eggertsdóttir Hjallakirkju Kópavogi
Listrænn stjórnandi og ábyrgðarmaður ORGELSUMARS 2020 er Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju,

Aðgangseyrir er 1500 krónur fyrir fullorðna, ókeypis fyrir félaga í Listvinafélaginu og börn yngri en 16 ára.
Miðasala er við innganginn.

Ath. Stutt helgistund er í kirkjunni kl. 12 í umsjá presta Hallgrímskirkju og eru allir hjartanlega velkomnir.

 Hér er veggspjald með öllum helstu upplýsingum um tónleikana,