Nýsköpun í Hallgrímskirkju á hátíð heilags anda

Hátíðartónleikar í Hallgrímskirkju
Hátíðartónleikar í Hallgrímskirkju
22/05/2015
Dexter Kennedy
Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2015 er hafið
11/06/2015
Sýna allt

Nýsköpun í Hallgrímskirkju á hátíð heilags anda

Nýsköpun í Hallgrímskirkju á hátíð heilags anda – opnun sýningar Rósu Gísladóttur og frumflutningur „Pater noster“ eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson.

Nýsköpun í listum verður mikil á hátíð heilags anda í Hallgrímskirkju á hvítasunnunni. Á hvítasunnudag verður opnuð myndlistarsýningin „Borg Guðs“ í Hallgrímskirkju í lok hátíðarmessu klukkan 12.15. Rósa Gísladóttir sýnir fjögur verk í forkirkjunni og eitt á Hallgrímstorgi.

Í hátíðarmessunni frumflytur Mótettukórinn nýtt verk, Pater noster, eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og kallast það á við hjóðlistarverk Rósu í forkirkjunni, „Faðir vor“, sem flutt er á mörgum tungumálum.
Auk þess sýnir Rósa verkin „Keldur- Khor virap“, „Arfleifð Abrahams“, „Helgidómshúsið“ og útilistaverkið „Spegill tímans“ .

Í messunni syngur kórinn kórkafla úr óratóríunni Solomon eftir Georg Friedrich Händel, sem flutt verður á Kirkjulistahátíð 15. og 16. ágúst. Hvítasunna Jóns Ásgeirssonar og margir fallegir hvítasunnusálmar hljóma einnig ásamt glæsilegri orgeltónlist.

Messunni verður útvarpað beint á Rás 1. Prestur er sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, sr. Leonard Ashford aðstoðar við útdeilingu, orgelleikari er Björn Steinar Sólbergsson og Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Til að fagna opnun sumarsýningarinnar og í tilefni þessarar stórhátíðar býður Hallgrímssöfnuður upp á veitingar í suðursal að messu lokinni.

Sýningin opnar formlega kl. 12.15 í forkirkjunni og stendur hún til 9. ágúst. Opið er alla daga kl. 9-21. Aðgangur er ókeypis og allir innilega velkomnir!

Á annan í hvítasunnu heldur hátíðin áfram með  hátíðarmessu, þ.s. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og sr. Árni Svanur Daníelsson vefprestur prédikar.

Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, sem einnig leikur á Klaisorgelið, m.a. glæsilega orgeltónlist tengda hvítasunnunni.

Um sýninguna Borg Guðs

Nýsköpun í Hallgrímskirkju á hátíð heilags andaKeldur – Khor Virap.
Samanburður á tveimur miðaldaklaustrum sitt hvorum megin í Evrópu.
Nöfnin hafa sameiginlega meiningu eða þýða það sama. Keldur stendur við uppsprettu vatns en Khor Virap við uppsprettu Armensku ríkiskirkjunnar. Gregory the illuminator sem stofnaði armensku kirkjuna var hafður í haldi í neðanjarðarbirgi (dýflissu) í Khor Virap í 13 ár áður en kirkjan var stofnuð árið 301.
Bæði klaustrin standa við mjög merkileg fjöll, annars vegar stendur Khor Virap við Ararat og hins vegar standa Keldur við Heklu.

Þetta verk er krossviðshringur 130cm í þvermál. Á honum er módel af Keldum og Khor Virap 1:50. Fjöllin Ararat og Hekla standa á milli klaustranna, sem silúettur úr þunnum krossvið.

Helgidómshúsið
tengir þau saman með tilgátunni um það að 3 ermskir (armenskir) biskupar hafi flutt það til landsins samkvæmt Íslendingabók, og það hafi svo verið í eigu Jóns Loftssonar. Þetta er tilgátuverk.

Faðir vor
Þetta er hljóðverk þar sem fólk frá mismunandi löndum fer með Faðir vorið, og alltaf þekkist það því hrynjandinn er alltaf sá sami.

Arfleifð Abrahams
Verkið er byggt upp sem þrjú guðshús sett saman á hring, Hallgrímskirkja og moska og sýnagóga frá Berlín  Þetta verk er líka hengt upp eins og Keldur–Khor Virap.

Tilgangur verksins er að sýna að þessi þrjú guðshús séu ekki ólík og eiga alveg að geta staðið hlið við hlið í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu.

Það þarf að hvetja til sameiningar frekar en sundrungar.

Spegill tímans
Verkið spegill tímans er staðsett fyrir framan kirkjuna á Hallgrímstorgi. Þar eru allir gestir Hallgrímskirkju velkomnir að spegla sig með Reykjavík í baksýn og í þeim spegli verða líka aðrir sem eru að spegla sig og þá er hægt að hugsa um að við erum öll þau sömu, hvaðan sem við komum eða hverrar trúar sem við erum. Verkið er 2m á hæð og 1.9m í þvermál og er úr spegilslípuðu endurunnu áli. Verkið var fyrst sýnt í Rómarborg 2012 og var einnig til sýnis í Hörpu tónlistarhúsi 2013.

Pdf - Icon Nánar hér.