Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019
Fimmtudagur 22. ágúst kl. 12.00 – 12.30
Mattias Wager organisti Dómkirkjunnar í Stokkhólmi, Svíðþjóð
Flytur verk eftir Christina Blomkvist, Wolfgang Amadeus Mozart og Louis Vierne.
Miðaverð 2500 kr
Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019
Sunnudagur 25. ágúst kl. 17
Mattias Wager organisti í Dómkirkjunni í Stokkhólmi, Svíþjóð
Lokatónleikar hátíðarinnar. Á efnisskrá eru verk eftir Oskar Lindberg, Johann Sebastian Bach, Florence B. Price, Wolfgang Amadeus Mozart og Julius Reubke.
Miðaverð 3000 kr
Mattias Wager fæddist í Stokkhólmi árið 1967. Hann lærði á orgel og stundaði nám í kirkjutónlist við Royal College of Music hjá kennurunum Torvald Torén og Anders Bondeman. Þaðan fór hann til Þýskalands og lærði hjá organistanum Johannes Geffert í Bonn og síðar hjá Naji Hakim í París, Frakklandi.
Hann hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðlegum vettvangi og meðal annars til þrennra fyrstu verðlauna: Árið 1995 í Organ Interpretation Competition í
St Albans, Englandi, árið 1991 í The Improvisation Competitions í Strängnäs, Svíþjóð, og árið 1995 í París (Grand Prix d’improvisation „Pierre Cochereau”).
Auk þess að starfa sem dómorganisti í Stokkhólmi hefur Mattias Wager komið fram á tónleikum, masterclass-námskeiðum og orgelhátíðum víða um Evrópu og í Brasilíu. Hann hefur kennt orgelleik og spuna við fjóra helstu tónlistarháskóla Svíþjóðar.
Hann hefur sérstakan áhuga á samstarfi við aðra listamenn, meðal annars slagverksleikarann Anders Åstrand og söngvarann og kórstjórann Gary Graden en saman hafa þeir stofnað tríó með aðaláherslu á spuna. Mattias hefur einnig samið tónlist fyrir nokkur leikrit sem hafa notið velgengni. Mattias Wager hefur frá árinu 2017 kennt við The Royal Swedish Academy of Music.
Frá árinu 1995 hefur Mattias Wager margoft komið til íslands til tónleikahalds, upptöku geisladiska og orgelkennslu. Honum til mikillar ánægju er hann gestatónlistarstjóri Alþjóðlegs Orgelsumars 2019 ásamt Herði Áskelssyni.
Christina Blomkvist (1976-)
Allegro maestoso
Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791)
Úr / from Piano Concerto no 21 in C major
Andante
Louis Vierne (1870-1937)
Úr / from Pièces de fantaisie
Impromptu
Clarie de lune
Carillon de Westminster
Oskar Lindberg 1887-1955
Konsertstycke / Concert Piece, 1914
Johann Sebastian Bach 1685-1750
Trio in G major BWV 1027a
Florence B Price 1887-1953
Air
Toccato
From Suite no 1 for organ
Wolfgang Amadeus Mozart 1756-1791
Andante (2nd movement)
From Piano Concerto no 21 in C major arr. M. Wager
Julius Reubke 1834-1858
The 94th Psalm, Sonata for organ
1: Grave – Larghetto – Allegro con fuoco
2: Adagio – Lento
3: Allegro – Più mosso – Allegro assai