LÚTHERSDAGAR Í HALLGRÍMSKIRKJU- SIÐBÓTARDAGURINN

Kantötuguðsþjónusta
Lúthersdagar í Hallgrímskirkju – Kantötuguðsþjónusta 29. október 2017 kl. 17.00
27/10/2017
Schola Cantorum
Kórperlur með Schola cantorum á Allra heilagra messu í Hallgrímskirkju – Sunnudaginn 5. nóvember 2017 klukkan 17
02/11/2017

LÚTHERSDAGAR Í HALLGRÍMSKIRKJU- SIÐBÓTARDAGURINN

Martin Luther

31. október – þriðjudagur
Siðbótardagurinn.

12.00- 12.30
95 TESUR LESNAR
Siðbótin hófst fyrir 500 árum þegar Marteinn Lúther negldi 95 tesur á kirkjudyr. Tesurnar, sem breyttu kirkjulífi, stjórnmálum og menningarlífi Evrópu, verða lesnar upp í heild í fyrsta sinn í kirkju á Íslandi.
Umsjón hafa dr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir.

31. október – þriðjudagur
Siðbótardagurinn.
18.00-20.00
HALDIÐ UPP Á 500 ÁRA SIÐBÓTARAFMÆLIÐ!

Afmælisveisla í Hallgrímskirkju því 500 ára siðbótarafmælisins er minnst á þessum degi um heim allan.

Afmælisávarp- Lúthers minnst- kórsöngur- sálmasöngur!

Eftir hátíðarhöldin í kirkjunni er öllum gestunum boðið í afmælisgleði í suðursal Hallgrímskirkju!

Þátttakendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar, Björn Steinar Sólbergsson organisti, dr. Sigurður Árni Þórðarson sóknarprestur og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Gunnar J. Gunnarsson formaður nefndar um 500 ára siðbótarafmælið og afmælisgestirnir sem syngja með!

ÓKEYPIS AÐGANGUR- ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR!

Þakkir fá:
Hallgrímssöfnuður
Fimm alda nefnd um siðbótarafmælið
Sr. Arna Grétarsdóttir
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Hafsteinn Sv. Hafsteinsson grafískur hönnuður
Halldór Hauksson
Erla Elín Hansdóttir
GEGG- pappírsheildverslun
Litróf