Listamannaspjall um sýninguna Genesis í Hallgrímskirkju

Mótettukór Hallgrímskirkju
Hrífandi barokksveifla í Hallgrímskirkju! – Eurovisionstefið í allri sinni dýrð!
19/10/2016
Choir concert in Hallgrimskirkja
Requiem – Sálumessa
03/11/2016
Sýna allt

Listamannaspjall um sýninguna Genesis í Hallgrímskirkju

Genesis í Hallgrímskirkju

Erla S. Haraldsdóttir myndlistarmaður og Jonatan Habib Engqvist listfræðingur verða með samræður um sýninguna Genesis í fordyri Hallgrímskirkju þann 29. okt. kl. 14:00. Sjálf sköpunarsagan liggur til grundvallar sýningu Erlu og samanstendur hún af sjö nýjum málverkum. Sköpunarsagan er þekkt stef í kirkjulistasögunni og gengur Erla inn í þá hefð á eigin forsendum með því djarfa litaspili, þykku málningu og ríkulegu tilvísunum sem einkenna verk hennar. Erla vísar meðal annars í safn íslenskra miðaldateikninga, „Sköpun jarðkringlunnar“ úr Íslensku teiknibókinni.

Erla er menntaður listmálari frá Stokkhólmi, Gautaborg og San Fransiskó og notar málverk, hreyfimyndir, myndbandsverk og klippimyndir til að nálgast og endurskapa veruleikann. Hún hefur stundað kennslu og sýningahald víða um N-Evrópu og býr nú og starfar í Berlín.

Jonatan Habib Engqvist er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri með bakgrunn í heimspeki og fagurfræði. Hann kennir reglulega við Konunglega Listaháskólann í Stokkhólmi og í Listaháskólannn í Helsinki og hefur starfað víða um heim sem sýningarstjóri, meðal annars við Listahátíð í Reykjavík 2012 og við Momentum-tvíæringinn í Noregi 2015.

Pdf - Icon Lesa meira.