Katelyn Emerson hefur aðeins fjögur ár um tvítugt en þykir einn efnilegasti organisti í heiminum. Í síðasta mánuði sigraði hún til að mynda í National Young Artists Competition in Organ Performance sem haldin er annað hvert ár á vegum samtaka bandarískra organista. Með þann glæsilega árangur og reynslu í farteskinu kemur Katelyn hingað til lands í vikunni og leikur tvenna tónleika á Alþjóðlegu Orgelsumri í Hallgrímskirkju um komandi helgi.
Á laugardeginum leikur Katelyn hálftíma tónleika þar sem á efnisskránni eru verk samin í minningu látinna eftir Mozart, Duruflé og Schumann. Á sunnudeginum leikur hún afar fjölbreytt prógramm sem spannar allt frá barokktónlist til 20. aldar tónlistar eftir höfunda á borð við Bach, Buxtehude, Brahms, Messiaen og Escaich.
Tónleikar Katelyn eru laugardaginn 16. júlí kl. 12 og sunnudaginn 17. júlí kl. 17.
Aðgöngumiðar eru seldir á midi.is og klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2000 á laugardeginum og kr. 2500 á sunnudeginum.