Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 2. – 31. desember 2018

Listsýning - Sigurborg Stefánsdóttir
„Aðrir sálmar“ Sýningaropnun Sigurborgar Stefánsdóttur 2. des. 2018 kl. 12.15
29/11/2018
DAGSKRÁ 37. STARFSÁRS 1. desember 2018 – 30. nóvember 2019
DAGSKRÁ 37. STARFSÁRS 1. desember 2018 – 30. nóvember 2019
29/11/2018
Sýna allt

Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 2. – 31. desember 2018

JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2018

JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2018

JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2. – 31. DESEMBER 2018

HÁTÍÐARMESSA Á FYRSTA SUNNUDEGI Í AÐVENTU

2. desember 2018 kl. 11.00

Hátíðarmessa á fyrsta sunnudegi í aðventu við upphaf nýs kirkjuárs.

Dr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari. Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst formlega í messunni og einnig verður haldið upp á 70 ára afmæli kapellunnar í kórkjallara Hallgrímskirkju. 
Hrífandi aðventutónlist flutt og kveikt á fyrsta aðventukertinu. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Björn Steinar Sólbergsson leikur á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Barnastarf.  37. starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju hefst með hátíðarmessunni.

JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2018

SÝNINGAROPNUN Sigurborgar Stefánsdóttur

2. desember 12.15 Opnun myndlistarsýningar við messulok.

“AÐRIR SÁLMAR”
Sigurborg Stefánsdóttir sýnir ný verk í forkirkju Hallgrímskirkju.
Umsögn listakonunnar: “Skáldað í pappír–eins konar ljóðræn útfærsla á sköpunarverkinu.”
Sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir. Sýningin stendur til 4. mars 2019.
Aðgangur ókeypis- allir velkomnir.

JÓLATÓNLEIKAR MÓTETTUKÓRS HALLGRÍMSKIRKJU
2. desember sunnudagur kl. 17
4. desember þriðjudagur kl. 20

Flytjendur:
Mótettukór Hallgrímskirkju
Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson
Einleikur á fiðlu: Auður Hafsteinsdóttir.

JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2018

Hrífandi og hátíðleg jólastemmning í fagurlega skreyttri kirkjunni!

Á hinum árlegu og sívinsælu jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju er í ár boðið upp á fallega kórtónlist þar sem áhersla er lögð á undur og dulúð jólanna í bland við við þekkta aðventu-og jólasálma. 

Meðal annarra fagurra verka er Íslandsfrumflutningur á Magnificat eftir Sigurð Sævarsson, “Slá þú hjartans hörpustrengi” eftir J.S. Bach og hið hrífandi O magnum mysterium eftir Olav Gjelo, þ.s. fiðlueinleikur fléttast saman við a cappella kórsönginn. Auður Hafsteinsdóttir, einn fremsti fiðluleikari landsins, leikur einnig í samleik með Klais-orgelinu.

Aðgangseyrir: 5.900 / 4.900 kr.

JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2018

ORGELTÓNLEIKAR Í NÁLÆGÐ JÓLA
16. des. sunnudagur kl. 17.00

Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti Hjallakirkju

flytur stemningsríka orgeltónlist eftir Bach, Corelli, Daquin o. fl.

Aðgangseyrir: 3.000 kr.

JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2018

HÁDEGISJÓLATÓNLEIKAR MEÐ SCHOLA CANTORUM
21. des. föstudagur kl. 12.00

Kammerkórinn Schola cantorum flytur fjölbreytta jólasöngva og jólasálma.
Góður tími til að fylla sálina friði og hátíðleika jólanna undir fögrum söng kórsins, þegar jólahelgin er að ganga í garð.
Flytjendur: SCHOLA CANTORUM, kammerkór Hallgrímskirkju og einsöngvarar úr röðum kórfélaga. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Heitt súkkulaði í suðursal að tónleikunum loknum.

Aðgangseyrir: 3.000 kr.

HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT
30. des sunnudagur kl. 17
31. desember Gamlársdagur kl. 16 – ath. nýjan tíma

Hátíðartónlist fyrir 2 trompeta og orgel.

Tveir afburða ungir íslenskir trompetleikarar koma frá New York og París til að færa okkur hátíðarstemmningu áramótanna í samleik við Klais- orgelið.

Einir vinsælustu tónleikar ársins eru nú haldnir í 26. sinn.

Flytjendur: Baldvin Oddsson trompetleikari, Jóhann Nardeau trompetleikari og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari.

Aðgangseyrir: 4.500 kr.