Jólaljósin blika – Hádegistónleikar Schola Cantorum í Hallgrímskirkju

JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2018
Í nálægð jóla- orgeltónleikar með Láru Bryndísi Eggertsdóttur
14/12/2018
JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2018
HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT
27/12/2018
Sýna allt

Jólaljósin blika – Hádegistónleikar Schola Cantorum í Hallgrímskirkju

Schola Cantorum

Kammerkórinn Schola Cantorum heldur jólatónleika í Hallgrímskirkju föstudaginn 21. desember kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af „Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju“.

Á vetrarsólstöðum flytur Schola Cantorum hugljúfa jólatónlist úr ýmsum áttum.

Vel þekkt lög, bæði íslensk og erlend munu hljóma og má þar nefna Betlehemsstjörnuna eftir Áskel Jónsson, Jólagjöfina eftir Hörð Áskelsson, Jólaljósin blika eftir Hauk Tómasson og Ó, helga nótt eftir Adams. Einnig verða frumflutt tvö verk úr smiðju kórfélaga, eftir söngkonuna Auði Gudjohnsen og tónskáldið Sigurð Sævarsson. Upplagt tækifæri til að koma við í Hallgrímskirkju í hádeginu, auðga jólaandann og fagna bjartari tíð.

Einsöngvarar eru Fjölnir Ólafsson barítón, Guðmundur Vignir Karlsson tenór og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran.

Stjórnandi er Hörður Áskelsson

Miðaverð á tónleikana er 1500 kr til listvina, nemenda og öryrkja, en fullt verð er 3000 kr.

Eftir tónleikana býður kórinn upp heitt súkkulaði með rjóma og smákökur í suðursal

Miðasala er við innganginn 1 klst. fyrir tónleika, en almennir miðar eru í sölu á midi.is.

Kammerkórinn SCHOLA CANTORUM var stofnaður árið 1996 af stjórnandanum Herði Áskelssyni. Í kórnum eru að jafnaði 16 atvinnusöngvarar. Kórinn hefur verið mikilvirkur í frumflutningi tónverka eftir íslensk tónskáld auk flutnings á endurreisnar- og barokktónlist. Hann hefur haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi og Finnlandi. Kórinn er þekktur fyrir vandaðan og fágaðan flutning og hlaut tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins 2016.

Verkefni hópsins eru jafnan spennandi og öðruvísi, af nýlegum verkefnum má nefna frumflutningur Eddu II með Sinfóníuhljómsveit Íslands, söngur inn á tölvuleikinn God of Wars II hjá Sony og nú síðast flutningur á ýmsum kórverkum á fullveldishátíðinni 1. des sl í samstarfi við Sinfónuhljómsveit Íslands. Kórinn hefur einnig atvinnu af útfararsöng og kemur fram við ýmis tilefni.

Hópinn skipar atvinnufólk í tónlist sem hefur sérhæft sig í flutningi tónlistar a cappella hérlendis og erlendis.