Johannes Geffert, konsertorganisti frá Bonn í Þýskalandi

Kitty Kovács
Kitty Kovacs organisti Landakirkju í Vestmannaeyjum leikur verk eftir Johann Sebastian Bach, Astor Piazzolla og Pierre Cochereau
12/08/2019
Schola cantorum
Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 21. ágúst í Hallgrímskirkju
19/08/2019
Sýna allt

Johannes Geffert, konsertorganisti frá Bonn í Þýskalandi

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Laugardagur 17. ágúst kl. 12.00 – 12.30

Johannes Geffert, konsertorganisti frá Bonn í Þýskalandi

Flytur verk eftir Johann Sebastian Bach, Georg Friedrich Händel, Robert Schumann og Andreas Willscher.

Miðaverð 2500 kr

 

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Sunnudagur 18. ágúst kl. 17.00 – 18.00

Johannes Geffert, konsertorganisti frá Bonn í Þýskalandi

Á efnisskrá eru verk eftir Pablo Bruna, Antonio Vivaldi, Ludwig van Beethoven, Franz Liszt, Camille Saint-Saens og Felix Mendelssohn Barholdy.

Miðaverð 3000 kr.

Um Johannes Geffert

Johannes Geffert er fæddur árið 1951 og sem sonur organista og stjórnanda kirkjutónlistar var hann alinn upp í hefðum starfsgreinarinnar. Hann lærði hjá Michael Schneider og Nicolas Kynaston. 

Árin 1974 til 1979 var Johannes organisti í Aachen og hljómsveitarstjóri Aachen Bach félagsins og stofnandi „Aachener Bachtage“ hátíðarinnar. Árið 1980 var hann skipaður tónlistarstjóri Kreuzkirche í Bonn, stærstu kirkjunnar í fyrrum höfuðborg Vestur-Þýskalands, auk þess að vera tónleikastjóri í „Beethovenhalle“, tónlistarsal borgarinnar. 

Hann var prófessor í orgelleik og spuna við Tónlistarháskólann í Köln, og forstöðumaður kirkjutónlistardeildar mótmælenda, árin 1997–2015. 

Johannes Geffert hefur leikið á alþjóðlegum orgelhátíðum víða um Evrópu, í Japan, Suður-Ameríku og í Bandaríkjunum. 

Hann hefur verið dómari í fjölmörgum orgelkeppnum. Hljómdiskar hans hafa fengið mikið lof. 

Árið 1991 stofnaði hann „Johann Christian Bach-Academy“, hljómsveit sem leikur verk með tilheyrandi hljóðfærum frá mismunandi tímabilum tónlistarsögunnar. 

Johannes ritstýrir útgáfum á tónverkum rómantískrar orgeltónlistar eftir bandarísk og bresk tónskáld, auk þess að gera eigin umritanir fyrir orgel eftir Liszt hjá Schott útgáfunni. Hann skrifar einnig greinar um tónlist í ýmis tímarit. 

Geffert er heiðurs-varaforseti breskra organista IAO og situr í stjórn Beethovenhaus í Bonn í Þýskalandi. 

Efnisskrá:

Laugardagur 17. ágúst kl. 12.00

Johann Sebastian Bach 1685-1750
Toccata and fugue in d-minor BWV 565

George Friedrich Händel 1685-1759 
From: Concerto Nr. 13
‘Cuckoo and Nightingale’ 

Larghetto Allegro 

Robert Schumann 1810-1856 
From: 6 studies in canonic form op. 56 4. ‘Innig’ (heartfelt) 

5. ‘Nicht zu schnell’ (not too fast) 

Andreas Willscher 1955- 
‘My Beethoven’ a concert rag for organ 

Sunnudagur 18. ágúst kl. 17.00

Tiento de secondo tono sobre la Letania de la Virgen 

Antonio Vivaldi 1678-1741 
Concerto in a-minor Adagio 

Allegro
organ transcription J. S. Bach 

Ludwig van Beethoven 1770-1827 
Adagio F-Major
From Suite for a mechanical clock WoO 31 

Franz Liszt 1811-1886 
Legend I ‘St. Francis preaching to the birds’ organ transcription by J. Geffert 

Camille Saint-Saens 1835-1921 
Fantasie II in D flat – major op. 101 

Felix Mendelssohn Bartholdy 1809-1847 
Overture to the sacred Drama ‘Athalia’ 

transcription by W. T. Best 1826-1897