Janós Kristófi leikur Bach og Liszt

Steingrímur Þórhallsson
Steingrímur Þórhallsson og Pamela de Sensi frumflytja nýtt verk eftir Steingrím
21/07/2015
Lára Bryndís
Menning um Verslunarmannahelgina
29/07/2015
Sýna allt

Janós Kristófi leikur Bach og Liszt

János Kristófi

Orgelleikarinn János Kristófi leikur á tvennum tónleikum á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju um helgina. János hefur verið organisti við dómkirkjuna í Oradeu í Rúmeníu frá 1987 og frá 2011 hefur hann einnig gegnt þar starfi kórstjóra og hljómsveitarstjóra, auk prófessorsstöðu sem hann hefur við Partium Christian University í sömu borg.

Hann hefur haldið vel lukkaða tónleika um alla Evrópu, í Ísrael og í Bandaríkjunum en á tónleikum helgarinnar leikur hann verk eftir J.S. Bach og Franz Liszt.

Tónleikar laugardagsins hefjast kl. 12 á hádegi og miðaverð er 2000 kr. en tónleikar sunnudagsins hefjast kl. 17 og miðaverð á þá er 2500 kr.

Frítt er fyrir félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju inn á alla tónleika Alþjóðlegs orgelsumars.