Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 21. ágúst í Hallgrímskirkju

Johannes Geffert, konsertorganisti frá Bonn í Þýskalandi
12/08/2019
Hallgrímskirkja
Mattias Wager organisti Dómkirkjunnar í Stokkhólmi, Svíðþjóð
19/08/2019

Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 21. ágúst í Hallgrímskirkju

Schola cantorum

Á hádegistónleikunum verða flutt falleg, hátíðleg og skemmtileg dagskrá sem spannar vítt litróf frá miðöldum á Íslandi til vorra daga með viðkomu í íslenskum tvísöng auk þess sem nokkrar glæsilegar og þekktar perlur evrópskra tónbókmennta verða teknar til kostanna. Miðaverð er 2.700 kr. og það er posi á staðnum.

Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, var stofnaður árið 1996 af Herði Áskelssyni kantor í félagi við nokkra meðlimi úr Mótettukór Hallgrímskirkju. Allar götur síðan hefur kórinn gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku tónlistarlífi.

Frumflutningur á verkum íslenskra tónskálda hefur jafnan vegið þungt á efnisskrá kórsins en einnig fjölröddun endurreisnartímans auk þess sem Schola cantorum hefur flutt ýmis stórvirki barokksins ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju.

Schola cantorum verður með hádegistónleika á hverjum miðvikudegi í Hallgrímskirkju til 28. ágúst kl. 12:00.