Guðný Einarsdóttir á hádegistónleikum fimmtudagsins

Hörður Áskelsson
Hörður Áskelsson leikur í Hallgrímskirkju um helgina og Dómkirkjunni í Dijon viku síðar
10/07/2015
Dexter Kennedy
Ungstirnið Dexter Kennedy á tvennum tónleikum í Hallgrímskirkju
15/07/2015
Sýna allt

Guðný Einarsdóttir á hádegistónleikum fimmtudagsins

Guðný Einarsdóttir

Fimmtudaginn 16. júlí heldur Guðný Einarsdóttir orgeltónleika í Hallgrímskirkju, en tónleikarnir eru hluti af Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju 2015. Á efnisskrá tónleikanna eru  Magnificat eftir Matthias Weckmann, Prélude, fugue et variation eftir César Franck og Tokkata eftir Jón Nordal.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 á hádegi og almennt miðaverð er 2000 kr. en frítt er fyrir félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju á tónleikana.