Glæsileg miðaldatónlist á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju

Schola cantorum
Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 17. júlí
16/07/2019
Dr. Isabelle Demers
Kanadísk orgelstjarna lætur orgelið syngja af krafti
24/07/2019

Glæsileg miðaldatónlist á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju

Ágúst Ingi Ágústsson og Lene Langballe

Ágúst Ingi Ágústsson og Lene Langballe

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Fimmtudagur 25. júlí  kl. 12.00 – 12.30

Ágúst Ingi Ágústsson organisti leikur verk efter Frescobaldi, Crecquillon, Schop, Dowland, Palestrina, Virgiliano, Orlando di Lasso and Capriano de Rore ásamt Lene Langballe á zink/cornetto og blokkflautu.

Miðaverð 2500 kr

Glæsileg miðaldatónlist á Alþjóðlegu Orgelsumri í Hallgrímskirkju

Ágúst Ingi Ágústsson

Ágúst Ingi Ágústsson

Ágúst Ingi Ágústsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lauk kantorsprófi og 8. stigi í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunar árið 1998. Veturinn 2000-2001 sótti hann tíma í orgelleik hjá prófessor Hans-Ola Ericsson í Piteå í Svíþjóð. Vorið 2008 lauk Ágúst einleiksáfanga frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn undir handleiðslu Harðar Áskelssonar, en að auki naut Ágúst leiðsagnar Eyþórs Inga Jónssonar og Björns Steinars Sólbergssonar. Ágúst hefur enn fremur sótt meistaranámskeið í orgelleik hjá þekktum organistum á borð við Hans-Ola Ericsson, Mattias Wager og Christopher Herrick. 

Ágúst starfaði sem organisti við St. Jósefskirkju í Hafnarfirði 1993-2000 og veturinn 1999-2000 starfaði hann sem aðstoðarorganisti við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika á Íslandi og í Danmörku. 

Haustið 1998 hóf Ágúst nám við Læknadeild Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2004. Hann hefur stundað læknisstörf síðan. 

Lene Langballe

Lene Langballe

Lene Langballe, cornetto- og blokkflautuleikari, lærði á blokkflautu hjá Vicki Boeckmann í Royal Danish Academy of Music í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1992. Hún lauk meistaragráðu á blokkflautu í Civica Scuola di Milano árið 1997 hjá Pedro Memelsdorff og hélt áfram námi á blokkflautu við Schola Cantorum Basiliensis hjá Conrad Steinmann. Í Basel uppgötvaði hún hljóðfærið cornetto og hélt áfram námi hjá Bruce Dickey og lauk prófi árið 2002. Hún stundaði nám á cornetto í París hjá Jean Tubery og William Dongois. Síðan Lene útskrifaðist hefur hún verið mjög virk sem tónlistarmaður, aðallega í miðaldatónlist, bæði sem einleikari og með fjölmörgum hljómsveitum og kammerhópum. 

Hún er meðlimur Concerto Copenhagen, Ars Nova, Serikon, Barrokanerne og kemur fram á mörgum hljóðritunum. Í mörg ár vann hún einnig með danska kammerhópnum Ensemble Authentia. 

Frá árinu 2004 hefur Lene kennt kammertónlist og á blokkflautu við Royal Academy of Music í Kaupmannahöfn og hefur hún einnig kennt masterklassa um allan heim, bæði á blokkflautu og cornetto. 

Fimmtudaginn 25. júlí kl. 12.00

Girolamo Frescobaldi
Canzona terza, detta la Lucchesina
(1583-1643)  

Thomas Crecquillon
Petite fleur coincte et jolye (diminution by G. dalla Casa)
(1505-1557)

Johann Schop  “Sorrig og glæde” 
(1590-1667)

John Dowland  King of Denmark’s galliard 
(1563-1626)
G.P. da Palestrina
Pulchra es amica mea (diminution by F. Rognoni Taeggio)
(1525-1594)
Aurelio Virgiliano
Ricercata in Battaglia (blokkflautueinleikur – úr Il Dolcimelo) 
(lok 16. aldar – byrjun 17. aldar)

Orlando di Lasso
Susanne ung jour (diminution by G. Bassano)
(1532-1594)

Cipriano de Rore
Ancor che col partire 
(1516-1565)  (stillezink/cornetto muto – diminution by R. Rognoni) 

Girolamo Frescobaldi
Canzona seconda, detta la Bernardinia