Genesis – Ný sýning opnar í anddyri kirkjunnar á sunnudag

Sumarið kvatt með söng – Lokatónleikar Schola cantorum á morgun
30/08/2016
Mótettukór Hallgrímskirkju
30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju – Hátíðartónleikar 29. október kl. 19 og 30. október kl. 17
01/10/2016

Genesis – Ný sýning opnar í anddyri kirkjunnar á sunnudag

Sjálf sköpunarsagan liggur til grundvallar sýningu Erlu S. Haraldsdóttur, sem opnar í anddyri Hallgrímskirkju næstkomandi sunnudag klukkan 12.15. Erla nefnir sýninguna Genesis og samanstendur hún af sjö nýjum málverkum. Sköpunarsagan er þekkt stef í kirkjulistasögunni og gengur Erla inn í þá hefð á eigin forsendum með því djarfa litaspili, þykku málningu og ríkulegu tilvísunum sem einkenna verk hennar. Erla vísar meðal annars í safn íslenskra miðaldateikninga, „Sköpun jarðkringlunnar“ úr Íslensku teiknibókinni.

Erla er menntaður listmálari frá Stokkhólmi, Gautaborg og San Fransiskó og notar málverk, hreyfimyndir, myndbandsverk og klippimyndir til að nálgast og endurskapa veruleikann. Hún hefur bæði stundað kennslu og sýningahald víða um N-Evrópu og býr nú og starfar í Berlín.

Listvinafélagið býður alla velkomna á þessa spennandi sýningaropnun.