Laugardaginn 16. nóvember kl. 14:00
Hallgrímskirkja
Listaháskóli Íslands og Listvinafélag Hallgrímskirkju hafa undanfarin misseri haldið tónleika í Hallgrímskirkju þar sem fjölbreytt kórtónlist frá öllum tímabilum hefur prýtt efnisskrána.
Nú er komið að tónleikum haustmisseris en laugardaginn 16.nóvember mun kór tónlistardeildar LHÍ, Camerata LHÍ ásamt fleirum flytja verk eftir Barböru Strozzi, Claudio Monteverdi, Thomas Morley, William Lawes, Clöru Schumann, Johannes Brahms o.fl.
Tónleikarnir bera yfirskriftina ,,Fjölradda tónlist frá endurreisn til rómantíkur“ og hefjast kl 14:00.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!