Eyþór Franzson Wechner organisti í Blönduóskirkju leikur verk eftir Niels Gade, Sigfrid Karg-Elert og J.S. Bach

Schola Cantorum
Hádegistónleikar Schola cantorum miðvikudaginn 10. júlí kl. 12
09/07/2019
Johannes Zeinler
Johannes Zeinler, ung orgelstjarna frá Austurríki leikur á tónleikum helgarinnar 13. og 14. júlí
09/07/2019
Sýna allt

Eyþór Franzson Wechner organisti í Blönduóskirkju leikur verk eftir Niels Gade, Sigfrid Karg-Elert og J.S. Bach

Eyþór Franzson Wechner organisti

Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Hvenær? Fimmtudagur 11. júlí kl. 12.00 – 12.30

Hvar? Hallgrímskirkja, Skólavörðuholti, 101 Reykjavík

Eyþór Franzson Wechner organisti í Blönduóskirkju leikur verk eftir Niels Gade, Sigfrid Karg-Elert og J.S. Bach. Eyþór Franzson Wechner fæddist á Akranesi. Hann byrjaði að læra á píanó 7 ára gamall en skipti 14 ára yfir á orgel, í fyrstu undir leiðsögn Úlriks Ólasonar en síðar hjá Birni Steinari Sólbergssyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands. Eftir tvö ár í Listaháskólanum hélt hann til Þýskalands.

Við “Hochschule für Musik und Theater Leipzig” lauk Eyþór Bachelor of Arts gráðu í orgelleik árið 2012 og Master of Arts gráðu árið 2014 við sama skóla. Helsti kennari hans í Leipzig var Prófessor Stefan Engels. Meðfram náminu sótti Eyþór meistaranámskeið hjá ýmsum nafnkunnum organistum. Eyþór er nú starfandi organisti Blönduóskirkju. Eyþór hefur komið fram á einleikstónleikum á Íslandi, Þýskalandi og í Ástralíu. Miðaverð er 2.500 kr. og miðasala fer fram á midi.is og í kirkjunni, klukkutíma fyrir tónleika. 

Efnisskrá tónleikanna 

Niels Gade 1817-1890 

Tre tonstykker op. 22 

  1. Moderato 
  2. Allegretto 

Sigfrid Karg-Elert 1877-1933 

Trois impressions op. 72 I. La Nuit 

Johann Sebastian Bach 1685-1750 

Fantasía og fúga í g-moll BWV 542