Endurreisnartónlist á boðunardegi Maríu – Sunnudagur 22. mars 2015 kl. 17 í Hallgrímskirkju

Guðbjörg Ringsted sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju
STREYMI – Guðbjörg Ringsted sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju
19/03/2015
Passía – tónlist fyrir hug og hjarta
Passía – tónlist fyrir hug og hjarta
24/03/2015
Sýna allt

Endurreisnartónlist á boðunardegi Maríu – Sunnudagur 22. mars 2015 kl. 17 í Hallgrímskirkju

Endurreisnartónlist á boðunardegi Maríu

Stjórnandi: Hörður Áskelsson

GUILLAUME DUFAY    JOSQUIN DES PREZ    JACOBUS CLEMENS NON PAPA

GIOVANNI PIERLUIGI DA PALESTRINA    FRANCISCO GUERRERO

ORLANDE DE LASSUS    WILLIAM BYRD    TOMÁS LUIS DE VICTORIA

DON CARLO GESUALDO

Kammerkórinn Schola cantorum heldur tónleika í Hallgrímskirkju 22. mars kl. 17. Yfirskrift tónleikanna er Vernans Rosa sem merkir blómstrandi rós og vísar til Maríu meyjar sem fær þau boð frá Gabríel erkiengli að hún verði þunguð og muni fæða sveinbarn sem hún skuli láta heita Jesú. Kórinn syngur verk eftir helstu meistara endurreisnarinnar frá Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Englandi og Niðurlöndum. Tónskáldin lofsyngja Maríu í fjölradda, tímalausum tónvefnaði sem mun líða um hvelfingar Hallgrímskirkju.

Schola cantorum hefur um árabil verið meðal leiðandi tónlistarhópa á Íslandi. Tónleikahald er öflugt og efnisskráin spannar vítt svið. Hljómdiskar Schola cantorum endurspegla þetta en þar er að finna aldagamla endurreisnartónlist auk tónsmíða samtímamanna á borð við Hafliða Hallgrímsson, Hauk Tómasson og Björk Guðmundsdóttur.

Miðaverð: 3.500 kr.

Miðasala í Hallgrímskirkju s. 510 1000

www.scholacantorum.is