DAGSKRÁ 37. STARFSÁRS 1. desember 2018 – 30. nóvember 2019

JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2018
Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 2. – 31. desember 2018
29/11/2018
JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2018
Í nálægð jóla- orgeltónleikar með Láru Bryndísi Eggertsdóttur
14/12/2018
Sýna allt

DAGSKRÁ 37. STARFSÁRS 1. desember 2018 – 30. nóvember 2019

DAGSKRÁ 37. STARFSÁRS 1. desember 2018 – 30. nóvember 2019

Ávarp listræns stjórnanda.

Hverju nýju kirkjuári fylgir ný dagskrá Listvinafélags Hallgrímskirkju, að þessu sinni í þrítugasta og sjöunda skipti. Tónlist og myndlist eru felld að hrynjanda kirkjuársins, jól, fasta, páskar og hvítasunna hafa sinn fasta sess og kalla á list í myndum, orðum og tónum. Dagskrá 37. starfsárs Listvinafélagsins býður upp á mikla fjölbreytni, Jólatónlistarhátíð, Kirkjulistahátíð, Alþjóðlegt orgelsumar, Bach, Schnittke, Hafliða Hallgrímsson, Finnboga Pétursson, Passíusálma, Sálmafoss og margt fleira.

Nýsköpun skipar áfram háan sess, ný óratóría og ný kantata hljóma á Kirkjulistahátíð og klukkuspil Hallgrímskirkju fær nýtt líf. Mótettukór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju, Björn Steinar Sólbergsson og Mattias Wager eru meðal þess fjölmarga tónlistarfólks sem ber uppi hina metnaðarfullu listviðburði. Erlendir gestir, orgelleikarar, kórar og annað tónlistarfólk færa okkur reynslu og innblástur og bera hróður Hallgrímskirkju út um heim.

Það er mikið þakkarefni að svo margt afreksfólk í listum leggi svo mikið af mörkum fyrir liststarfsemi í Hallgrímskirkju.

Ný litprentuð dagskrá er  hér lögð fram í von um áframhaldandi góðar viðtökur, í trú á blessandi mátt listarinnar og í kærleika sem list og trú nærast á.

Hamingjuríkt 37. starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju.

Hörður Áskelsson listrænn stjórnandi

 Smellið hér til að skoða dagskrána.