BIRTING / OPNUN SÝNINGAR ERLINGS PÁLS INGVARSSONAR Í HALLGRÍMSKIRKJU SUNNUDAGINN 3. DESEMBER KL. 12:15

Mótettukór Hallgrímskirkju
Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 1. desember.– 31. desember 2017
20/11/2017
Schola Cantorum
Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 2017 – Hádegisjól með Schola cantorum föstudaginn 8. desember klukkan 12.00
07/12/2017
Sýna allt

BIRTING / OPNUN SÝNINGAR ERLINGS PÁLS INGVARSSONAR Í HALLGRÍMSKIRKJU SUNNUDAGINN 3. DESEMBER KL. 12:15

 Sýningarskrá

Erlingur Páll Ingvarsson

Erlingur Páll Ingvarsson

Listvinafélag Hallgrímskirkju býður alla hjartanlega velkomna á opnun sýningar Erlings Páls Ingvarssonar: BIRTING / ILLUMINATION í Hallgrímskirkju sunnudaginn 3. desember 2017 við messulok kl. 12:15.
Við opnunina segir listamaðurinn stuttlega frá verkum sínum.
Boðið er upp á léttar veitingar.
Sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir.

Sýningin er tileinkuð birtingu, ljóskomu í sinni margþættu mynd. Á þeim árstíma sem hún stendur yfir er hátíð þar sem minnst er fæðingu barns, boðbera ljóss og friðar. Einnig tekur sólin að rísa á sama tíma með vaxandi dagsbirtu úr lægstu stöðu, mesta myrkri. Birting er hreyfing, hreyfiafl, hluti hringferlis. Birting er lífskraftur.
Erlingur Páll Ingvarsson (1952) býr og starfar í Reykjavík. Hann stundaðinám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1974-1978. Eftir það fór hann í framhaldsnám til Hollands í De Vrije Academie Den Haag með búsetu í Amsterdam og síðan til Þýskalands í Den Stadtliche Kunstacademie, Düsseldorf. Listamenn á borð við Joseph Beauys og Nam June Paik lifðu þá og störfuðu í Düsseldorf og voru viðriðnir listaháskólann. Það var mikið aðdráttarafl. Erlingur Páll á að baki sjö einkasýningar og nokkrar samsýningar. Listform Erlings Páls hefur spannað vítt svið: meðal annars skúlptúr innsetningar, gjörninga, ljósmyndir og texta en hann hefur nú um langt skeið notað málverk sem sinn aðal miðil. Erlingur var virkur meðlimur á upphafsárum Nýlistasafnsins og um tíma í stjórn þess.