„Aðrir sálmar“ Sýningaropnun Sigurborgar Stefánsdóttur 2. des. 2018 kl. 12.15

Hallgrímskirkja
Sálumessa Gabriel Fauré – kirkjutónleikar í samstarfi við LHÍ og Tónskóla Þjóðkirkjunnar laugardaginn 17. nóvember kl. 14. Ókeypis aðgangur
14/11/2018
JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2018
Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 2. – 31. desember 2018
29/11/2018
Sýna allt

„Aðrir sálmar“ Sýningaropnun Sigurborgar Stefánsdóttur 2. des. 2018 kl. 12.15

Listsýning - Sigurborg Stefánsdóttir

Listsýning Sigurborgar Stefánsdóttur „Aðrir sálmar“ verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju sunnudaginn 2. desember 2018 við messulok kl.12:15.

Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og sýningastjóri er Rósa Gísladóttir.
Allir eru hjartanlega velkomnir og verða léttar veitingar í boði Hallgrímssafnaðar.

Listsýning - Sigurborg Stefánsdóttir

Sigurborg Stefánsdóttir

Verkin sem Sigurborg sýnir eru öll ný og gerð fyrir þessa sýningu Aðrir sálmar. Þetta eru collage-myndir eða klippimyndir og bókverk. Eins og fram kemur í umfjöllun Guju Daggar Hauksdóttur í sýningarskrá vinnur Sigurborg með alls kyns efni í klippimyndum sínum.

„Á vinnuborði listamannsins eru staflar af efni; einlitur pappír, handgerður pappír úr efniskenndri kvoðu, stakar síður úr gömlum heftum, prentaðar blaðsíður úr aflögðum bókum, mynstraðar pappírsarkir … svart blek hefur fundið sér leið og liggur í tilraunakenndum pollum yfir reglulegar línur prentaðs texta á gulleitum blaðsíðum, mjúk blýantslína reikar yfir hlýbláan flöt … efnið bíður þess að vera skorið niður á myndflöt eða brotnið saman í bókverk af mikilli alúð og vandvirkni.“

Sigurborg Stefánsdóttir nam myndlist við Skolen for Brugskunst- Danmarks designskole í Kaupmannahöfn1982-1987 og útskrifaðist frá teikni og grafíkdeild skólans, eftir m.a eitt ár við textíldeild skólans. Auk þess hefur hún tekið þátt í ýmsum námskeiðum m.a. í Bandaríkjunum og Japan. Hún starfaði um árabil sem kennari við Myndlista og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en vinnur nú eingöngu að eigin myndlist og er með vinnustofu að Grensásvegi 12A Reykjavík.

Sýningin stendur til 4. mars 2019 og er opin alla daga kl. 9 – 17.