AÐALFUNDUR LISTVINAFÉLAGSINS Í REYKJAVÍK – ÞRIÐJUDAGINN 28. MAÍ 2024

Heildarlestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar
Heildarlestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar í tónlistarhúsinu HÖRPU – Hörpuhorni á 2. hæð
22/03/2024
UMBRA - 10 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR - ÓMUR ALDANNA - Sunnudaginn 1. september kl. 16 í Norðurljósum, Hörpu
UMBRA – 10 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR – ÓMUR ALDANNA – Sunnudaginn 1. september kl. 16 í Norðurljósum, Hörpu
30/08/2024
Sýna allt

AÐALFUNDUR LISTVINAFÉLAGSINS Í REYKJAVÍK – ÞRIÐJUDAGINN 28. MAÍ 2024

Björtuloftum Hörpu - Harpa

AÐALFUNDUR LISTVINAFÉLAGSINS Í REYKJAVÍK VERÐUR HALDINN ÞRIÐJUDAGINN 28. MAÍ KL. 16.30 í FIMMUND Á 5. HÆÐ Í HÖRPU.

Þetta er mjög mikilvægur aðalfundur þ.s. hugmyndir stjórnarinnar um það hvernig starf Listvinafélagsins haldi áfram miðað við breyttar aðstæður verða bornar undir listvini auk þess sem venjuleg aðalfundarstörf fara fram og litið verður til baka yfir glæsilegt 41. starfsár félagsins.

Boðið verður upp á léttar veitingar og fer fundurinn fram í nýju rými FIMMUND, sem er með fallegt útsýni í átt að Viðey og Esjunni.

Stjórn Listvinafélagsins þætti vænt um að sjá sem flesta listvini til að hægt sé að ræða mikilvæg mál varðandi núverandi stöðu Listvinafélagsins og taka þátt í ákvarðanatöku um framtíð félagsins.

Reiknað er með að fundurinn standi í um 1,5-2 klst.

Stjórn Listvinafélagsins í Reykjavík
Inga Rós Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri
Alexandra Kjeld formaður
Hörður Áskelsson Listrænn stjórnandi
Margrét Bóasdóttir
Halldór Hauksson
Ágúst Ingi Ágústsson
Benedikt Ingólfsson
Rósa Gísladóttir
Ragnheiður Þórdís Gylfadóttir
Halla Björgvinsdóttir