Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju í Háuloftum Hörpu miðvikudaginn 26. maí nk. kl. 17

LJÓÐLIST YFIR TÍMANS HAF Laugardagur 24. apríl kl. 16 í Listasafni Einars Jónssonar
LJÓÐLIST YFIR TÍMANS HAF Laugardagur 24. apríl kl. 16 í Listasafni Einars Jónssonar
23/04/2021
Mótettukór Hallgrímskirkju
Vortónleikar Mótettukórsins – Bach & Schütz
17/05/2021

Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju í Háuloftum Hörpu miðvikudaginn 26. maí nk. kl. 17

AÐALFUNDARBOÐ

Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju verður haldinn í Háuloftum í tónlistarhúsinu Hörpu miðvikudaginn 26. maí nk. kl. 17. 

https://www.harpa.is/harpa/salir-og-rymi/haaloft/

Gengið er inn um starfsmannainnganginn á hægri hlið Hörpu og farið í lyftu upp á 8. hæð.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og boðið verður upp á léttar veitingar.

Dagskrá aðalfundar:

1) Ávarp formanns

2) Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar

3) Skýrsla listræns stjórnanda

4) Ársreikningur 38. starfsárs Listvinafélags Hallgrímskirkju borinn upp til samþykktar.

5) Stjórnarkjör

6) Heiðurfélagar Listvinafélagsins kynntir

7) Breytingar á lögum félagsins bornar upp til samþykktar

8) Listvinafélagið á tímamótum – framtíðarsýn- hugmyndir um 40 ára afmæli Listvinafélagsins

9) Önnur mál 

——————–

Úr stjórninni ganga að þessu sinni Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir ritari og Sigurður Sævarsson meðstjórnandi og fyrrum formaður félagsins.

Allir listvinir eru hjartanlega velkomnir!

Kosningarétt og kjörgengi hafa allir skuldlausir félagar.