Kári Þormar dómorganisti heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri fimmtudaginn 2. ágúst

Thierry Mechler
THIERRY MECHLER organisti Fílharmóníunnar í Köln á tónleikum helgarinnar 28. og 29. júlí
26/07/2018
Elke Eckerstorfer
ELKE ECKERSTORFER organisti St. Augustin í Vínarborg á tónleikum helgarinnar 4. og 5. ágúst
02/08/2018

Kári Þormar dómorganisti heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri fimmtudaginn 2. ágúst

Kári Þormar

Kári Þormar stundaði framhaldsnám í orgelleik í Þýskalandi þar sem hann lauk A kirkjutónlistarnámi frá Robert Schumann háskólanum í Düsseldorf með 1. einkunn.

Kári hefur haldið fjölda orgeltónleika, bæði hér heima og erlendis, þar á meðal á alþjóðlegri orgelhátíð á Álandseyjum og á alþjóðlegri tónlistarhátíð í Mühlhausen í Þýskalandi. Kári tók við stöðu dómorganista við Dómkirkjuna í Reykjavík árið 2010. Þá er Kári stjórnandi kórs MR og starfar einnig við Menntaskóla í tónlist.

Fimmtudaginn 2. ágúst kl. 12: Kári Þormar leikur verk eftir Bach, Vierne (Carillon de Westminster), Tryggva M. Baldvinsson (Toccata Jubiloso), Böhm og Duruflé. Miðaverð kr. 2.000.

Efnisskrá:

Johann Sebastian Bach 1685‒1750

Tokkata í d-moll (dórísk), BWV 538/1

Louis Vierne 1870‒1937

Carillon de Westminster op. 54 nr. 6

úr „Pieces de fantasie“

Tryggvi M. Baldvinsson f. 1965 Toccata Jubiloso, 2003

Maurice Duruflé 19021986

Choral varié sur le ‘Veni Creator’ op.4/3, 1930

Miðasala í kirkjunni opnar klukkutíma fyrir tónleikana en einnig er hægt að kaupa miða á www.midi.is