Séð frá tungli / tónlistarmenn framtíðarinnar í Hallgrímskirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14

Tónleikar á Sumardaginn fyrsta 2018
Lítil saga úr orgelhúsi á Sumardaginn fyrsta – ókeypis aðgangur
16/04/2018
VOKAL NORD
Draumurinn- á leið á landnemaslóðir – VOKAL NORD og Schola cantorum- tónleikar fimmtudaginn 3. maí kl. 20
02/05/2018

Séð frá tungli / tónlistarmenn framtíðarinnar í Hallgrímskirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14

Tónlistarmenn framtíðarinnar

Tónlistardeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir mjög metnaðarfullum tónleikum í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14 til að heiðra fjögur íslensk tónskáld, sem fagna eða hefðu fagnað stórafmæli á árinu – þau Jórunn Viðar (1918-2017), Jón Ásgeirsson (1928*) , Atli Heimir Sveinsson (1938*) og Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013).

Yfirskrift tónleikanna er:

SÉÐ FRÁ TUNGLI /TÓNLISTARMENN FRAMTÍÐARINNAR.
LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 34. STARFSÁR- LISTAHÁSKÓLA

Flytjendur eru Matthías Harðarsson píanó og orgel , Erla Rut Káradóttir orgel, Sandra Lind Þorsteinsdóttir sópran, Snæfríður Björnsdóttir sópran, Guðný Charlotta Harðardóttir píanó, María Sól Ingólfsdóttir sópran, Ásthildur Ákadóttir píanó, Solveig Óskarsdóttir sópran, Anela Bakraqi píanó, Una María Bergmann mezzósópran, Vera Hjördís Matsdóttir sópran, Peter Máté píanó, Hjalti Þór Davíðsson píanó, Vilborg Hlöðversdóttir þverflauta, Kristján Karl Bragason píanó, Bergþóra Linda Ægisdóttir mezzósópran, Svanur Vilbergsson gítar, Guðný Ósk Karlsdóttir sópran, Anna Þórhildur Gunnarsdóttir píanó, Eliška Helikarová sópran, Íris Björk Gunnarsdóttir sópran, Aldís Bergsveinsdóttir fiðla, Agnes Eyja Gunnarsdóttir fiðla, Sigrún Mary McCormick víóla, Unnur Jónsdóttir, selló, Íris Andrésdóttir þverflauta, Kristín Þóra Pétursdóttir, klarínetta
Einnig syngur Kór Tónlistardeildar Listháskóla Íslands undir stjórn Sigurðar Halldórssonar.

Umsjónarkennarar eru fagstjórar LHÍ – Þóra Einarsdóttir, Peter Máté og Sigurður Halldórsson.

AÐGANGUR ÓKEYPIS- ALLIR VELKOMNIR

Sjá nánar lhi.is

 Dagskrá

 Plakat