Hörður Áskelsson, orgel og Fjölnir Ólafsson, barítón á hádegistónleikum fimmtudagsins

Steinunn Skjenstad
Konur láta ljós sitt skína á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju
17/06/2015
Hörður Áskelsson
Hörður Áskelsson leikur í Hallgrímskirkju um helgina og Dómkirkjunni í Dijon viku síðar
10/07/2015

Hörður Áskelsson, orgel og Fjölnir Ólafsson, barítón á hádegistónleikum fimmtudagsins

Fjölnir Ólafsson

Alþjóðlegt orgelsumar stendur nú sem hæst í Hallgrímskirkju með þrennum orgeltónleikum í hverri viku auk þess sem Schola cantorum heldur vikulega hádegistónleika á miðvikudögum.

Eftir að hafa fengið innlenda og erlenda organista í heimsókn er komið að kantor Hallgrímskirkju, Herði Áskelssyni organista, að sitja við hljómborðin fjögur í Klais orgelinu stóra, og fylla hvelfingar Hallgrímskirkju af ómum, en hann leikur á tónleikum helgarinnar.

Á tónleikum fimmtudagsins verður hinn ungi og upprennandi baritónsöngvari Fjölnir Ólafsson með Herði, en þeir munu flytja fjölbreytta og fallega hálftíma langa dagskrá.

Tónleikarnir hefjast kl. 12.00 fimmtudaginn 9. júlí og miðaverð er 2000 kr.