18.00 Afmælishátíð Hallgríms Péturssonar hringd inn
Hörður Áskelsson leikur á klukknaspil Hallgrímskirkju
18.15 Opnun myndlistarsýningar
„360 dagar í Grasagarðinum“
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýnir myndlistarverk unnin sérstaklega í tilefni 400 ára afmælis Hallgríms.
Sýningin samanstendur af um 80 ljósmyndum sem mynda saman eitt verk sem sprettur upp úr hugleiðingum eða umþenkingum um líf Hallgríms Péturssonar. Ljósmyndirnar eru allar teknar í frjósömum bakgarði í Brighton á suðurströnd Englands. Þar er líf Hallgríms sett í samhengi við þá hringrás náttúrunnar sem sjá má myndgerast í skrúðgarði á 360 dögum. Þar renna saman myndir venjulegs skrúðgarðs, Getsemane og Edens, Hallgríms Péturssonar, Jesú og óbreyttrar mannskepnunnar. Sýningarstjóri: Þóra Sigurðardóttir.
20.00 Sálmar Hallgríms í nýjum búningi
Brot úr Passíusálmum og öðrum sálmum Hallgríms Péturssonar og sálmalög, bæði gömul og ný. Flutt verða lög eftir m. a. Sigurð Sævarsson, Tryggva M. Baldvinsson, Smára Ólason og Kirstínu Ernu Blöndal.
Flytjendur: Kirstín Erna Blöndal, söngur
Gunnar Gunnarsson, orgel
Sigtryggur Baldursson, slagverk
Guðmundur Vignir Karlsson – Kippi Kaninus, raftónlist
Miðaverð: 2500/ 1500 kr.
12.00 „Fögnuður“
Orgelinnsetning eftir Wayne Siegel prófessor í raftónlist við Konunglega tónlistarháskólann í Árósum. Verkið er samið sérstaklega fyrir Klaisorgelið í Hallgrímskirkju í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms og flutt af tölvu tónskáldsins með aðstoð veðurgervitungls.
Miðaverð: 2000/ 1000 kr.
13.15 Mótettukór Hallgrímskirkju flytur kórtónlist tengda Hallgrími
Mótettukór Hallgrímskirkju sem nýverið vann til fernra gullverðlauna í alþjóðlegri kórakeppni á Spáni flytur sálma eftir Hallgrím í búningi íslenskra tónskálda.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
14.00 Hver var Hallgrímur? Málþing á Hallgrímshátíð
Dr. Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor:
Hallgrímur og alþýðan.
Rímur til skemmtunar og kvæði ætluð ungum og ófróðum.
Dr. Þórunn Sigurðardóttir bókmenntafræðingur:
Hallgrímur og elítan.
Hvað geta kvæði Hallgríms sagt okkur um félagslegt tengslanet hans?
Dr. Sveinn Yngvi Egilsson prófessor:
„Að þínum krossi, Kriste kær, kem ég sem einn framandi“.
Líkamsmyndir Passíusálma í augum nútímalesanda.
Fyrirspurnir og umræður, Ingibjörg Eyþórsdóttir íslenskufræðingur kynnir og stýrir umræðum.
15.15 Kaffiveitingar í suðursal Hallgrímskirkju
16.00 Átta skáld yrkja með Hallgrími
Skáldin frumflytja ljóð sín ort í tilefni 400 ára afmælis Hallgríms:
Dagur Hjartarson
Halla Margrét Jóhannesdóttir
Hrafnhildur Þórhallsdóttir
Magnús Sigurðsson
Ragnar Helgi Ólafsson
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Snæbjörn Brynjólfsson
Soffía Bjarnadóttir
Kristín Steinsdóttir rithöfundur og dr. Sigurður Árni Þórðarson völdu skáldin.
„Við strjúkum þitt enni“
Frumflutningur verks eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur skáld og tónskáldið Oliver Kentish.
Flytjendur: Kammerkórinn Hljómeyki og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari. Stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir. Verkið var pantað af Tónmenntasjóði kirkjunnar í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms.
11.00 Hátíðarmessa. Bein útsending á Rás 1
Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur, og dr. Sigurður Pálsson þjóna fyrir altari.
Flytjendur tónlistar: Mótettukór Hallgrímskirkju, stjórnandi og organisti Hörður Áskelsson, Drengjakór Reykjavíkur–Hallgrímskirkju, stjórnandi Friðrik S. Kristinsson, Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson trompetar og Eggert Pálsson pákur.
Afmælismessukaffi í suðursal að messu lokinni
14.00 Ensk messa
Sálmar Hallgríms Péturssonar sungnir í enskri þýðingu.
Prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason.
17.00 „Passíusálmar“ fyrir söngrödd og orgel eftir Michael Jón Clarke
Flytjendur: Michael Jón Clarke barítón og Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari.
Tónlistin var frumflutt í Akureyrarkirkju fyrir tveimur árum við frábærar undirtektir og er væntanleg á geisladiski á næstunni.
Miðaverð: 2500/ 1500 kr.
20.00 Hallgrímsmessa á 340. ártíð Hallgríms Péturssonar
Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni sóknarpresti Hallgrímskirkju.
Kammerkórinn Schola cantorum syngur, stjórnandi Hörður Áskelsson, Björn Steinar Sólbergsson, organisti.
13.00–17.00 Siðbótarmaðurinn Hallgrímur – málþing á siðbótardegi
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor:
„Krossferli að fylgja þínum…“ Eftirfylgd um stef í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.
Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor:
Hallgrímur Pétursson og 23. Davíðssálmur.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, guðfræðingur:
Sköpun og blessun í hugvekjum Hallgríms Péturssonar.
Ævar Kjartansson stýrir umræðum að erindum loknum.
Málþingið er samstarfsverkefni Nefndar um fimm alda afmæli siðbótarinnar 2017 og Listvinafélags Hallgrímskirkju.
Aðgangur er ókeypis að öllum viðburðum hátíðarinnar nema annað sé tekið fram.
Þakkir fá:
Hallgrímssöfnuður og starfsfólk
Stjórn og starfsfólk Listvinafélags Hallgrímskirkju
Biskup Íslands
Tónmenntasjóður þjóðkirkjunnar
Forsætisráðuneytið
Reykjavíkurborg
Statens kunstfond (Listasjóður Danmerkur)
Ennemm auglýsingastofa
GEGG ehf
12 eða 13 atburðir, þátttakendur eru 40 fyrir utan kórana – sem eru Mótettukór, Schola cantorum, Hljómeyki og Drengjakórinn