29. og 30. júní, Mattias Wager organisti dómkirkjunnar í Stokkhólmi

Tuuli Rähni Eistland / Estonia
Tuuli Rähni Eistland – FIMMTUDAGINN 27. JÚNÍ KL. 12
25/06/2019
Finnbogi Pétursson
Tónverkið Tímaeining í Ásmundarsal 27. júní 2019 kl. 20:30 í tengslum við sýningu Finnboga Péturssonar YFIR OG ÚT
27/06/2019
Sýna allt

29. og 30. júní, Mattias Wager organisti dómkirkjunnar í Stokkhólmi

Mattias Wager organist at Stockholm Cathedral, Sweden

Laugardaginn 29. júní kl. 12

Efnisskrá

Edgar Elgar 1685-1750 
Imperial March op 32 arr. by G. Martin

Dimitri Shostakovich 1906-1975 
Andante 
version for organ solo by Mattias Wager 

Jean Guillou 1930-2019 
Au miroir des flûtes 
From ”Jeux d’orgue” 

Johann Sebastian Bach 1685-1750 
Toccata and Fugue D minor BWB 565

Sunnudaginn 30. júní kl. 17:00

Edgar Elgar 1685-1750
Imperial March op 32 
arr. by G. Martin 

Jean Guillou 1930-2019 
Au miroir des flûtes 
From ”Jeux d’orgue” 

Johann Sebastian Bach 1685-1750 
Toccata and Fugue D minor BWB 565 
Three improvisations on Icelandic melodies 

Johann Sebastian Bach 1685-1750 
Air 
From Suite in D 

Dimitri Shostakovich 1906-1975 
Edvard Grieg 1843-1907 
Four Norwegian Dances op 35: 
(Arr. For organ by Bjørn Andor Drage) 
Allegro marcato 
Allegretto tranquillo e grazioso 
Allegro moderato alla marcia 
Allegro molto

Mattias Wager fæddist í Stokkhólmi árið 1967. Hann lærði á orgel og stundaði nám í kirkjutónlist við Royal College of Music hjá kennurunum Torvald Torén og Anders Bondeman. Þaðan fór hann til Þýskalands og lærði hjá organistanum Johannes Geffert í Bonn og síðar hjá Naji Hakim í París, Frakklandi. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðlegum vettvangi og meðal annars til þrennra fyrstu verðlauna: Árið 1995 í Organ Interpretation Competition í St Albans, Englandi, árið 1991 í The Improvisation Competitions í Strängnäs, Svíþjóð, og árið 1995 í París (Grand Prix d’improvisation „Pierre Cochereau”).

Auk þess að starfa sem dómorganisti í Stokkhólmi hefur Mattias Wager komið fram á tónleikum, masterclass-námskeiðum og orgelhátíðum víða um Evrópu og í Brasilíu. Hann hefur kennt orgelleik og spuna við fjóra helstu tónlistarháskóla Svíþjóðar. Hann hefur sérstakan áhuga á samstarfi við aðra listamenn, meðal annars slagverksleikarann Anders Åstrand og söngvarann og kórstjórann Gary Graden en saman hafa þeir stofnað tríó með aðaláherslu á spuna.

Mattias hefur einnig samið tónlist fyrir nokkur leikrit sem hafa notið velgengni. Mattias Wager hefur frá árinu 2017 kennt við The Royal Swedish Academy of Music. Frá árinu 1995 hefur Mattias Wager margoft komið til íslands til tónleikahalds, upptöku geisladiska og orgelkennslu.

Honum til mikillar ánægju er hann gestatónlistarstjóri Alþjóðlegs Orgelsumars 2019 ásamt Herði Áskelssyni.