Willibald Guggenmos á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju

INGA RÓS, HÖRÐUR OG ANDREAS SCHMIDT
Inga Rós, Hörður og Andreas Schmidt á Alþjóðlegu orgelsumri 27. júlí 2017 kl. 12.00-12.30
25/07/2017
Bine Katrine Bryndorf
Bine Katrine Bryndorf á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju
04/08/2017
Sýna allt

Willibald Guggenmos á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju

Guggenmos, Willibald

Helgina 29.-30.júlí mun Willibald Guggenmos dómorganisti í St. Gallen í Sviss halda tvenna tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrimskirkju. Á fyrri tónleikum helgarinnar í hádeginu laugardaginn 29.júli mun Willibald flytja tónlist eftir Jean Marie Plum, Bourgeois, Garbizu, William Faulkes á dásamlega Klais orgel Hallgrímskirkju sem er stærsta hljóðfæri landsins.
Á sunnudeginum kl.17 mun Guggenmos flytja tónlist eftir Gigout, Dupont, J.S. Bach, M.Dupré, Pierre Cochereau og Vierne.
Miðasala er við innganginn 1 klst. fyrir tónleika og á midi.is.

29. JÚLÍ 2017 KL. 12.00
WILLIBALD GUGGENMOS
DÓMORGANISTI Í ST. GALLEN Í SVISS
Í HALLGRÍMSKIRKJU
TÓNLIST EFTIR:
Jean Marie Plum, Bourgeois, Garbizu, William Faulkes
Miðaverð 2000kr

OG
30. JÚLÍ 2017 KL. 17.00- 18.00
Í HALLGRÍMSKIRKJU
WILLIBALD GUGGENMOS
DÓMORGANISTI Í ST. GALLEN Í SVISS
TÓNLIST EFTIR:
Gigout, Dupont,J.S. Bach, M.Dupré (Poéme Héroïque op. 33 ), Pierre Cochereau, Vierne( From: Organ symphony no. 6 )
Miðaverð 2500kr.

Willibald Guggenmos lauk þremur Mmus-gráðum frá Tónlistarháskólunum í Augsburg og í München í Þýskalandi, í píanóleik, stjórnun og í orgelleik. Frá 2004 hefur hann verið dómorgansti í St. Gallen í Sviss. Áður var hann 17 ár við St Martin kirkjuna í Wangen í Allgäu og í þrjú ár organisti við dómkirkjuna í München. Til hliðar við organistastarfið hefur hann verið eftirsóttur orgelleikari víða um Evrópu og Ameríku, Austurlöndum fjær, Ástralíu og Nýja Sjálandi, við fræg orgel í dómkirkjum og tónleikasölum. Efnisskrá hans er yfirgripsmikil því hann hefur leikið öll orgelverk margra af stóru tónskáldunum eins og Bach, Duruflé, Franck, Mendelssohn og öll stóru verk Duprés og Messiaens. Leikur hans hefur verið hljóðritaður og gefinn út. Mikilvægustu diskarnir eru hljóðritaðir við stærsta orgel Sviss í Engelberg, við hið fræga Cavaille-Coll orgel í Azcoitia á Spáni og við hið þekkta "Hill-Organ" í ráðhúsinu í Sydney í Ástralíu.