17.00 PASSÍA eftir Hafliða Hallgrímsson
Hið stórbrotna tónverk, sem Hafliði Hallgrímsson samdi að beiðni Listvinafélags Hallgrímskirkju í tilefni af Kristnitökuafmælinu árið 2000, er nú flutt í þriðja sinn í Hallgrímskirkju, en síðast var það flutt árið 2002.
Útgáfufyrirtækið ONDINE í Finnlandi gaf verkið út á geisladiski og hlutu verkið og flytjendur afburða dóma í erlendum tónlistartímaritum.
Flytjendur: Elmar Gilbertsson tenór, Hanna Dóra Sturludóttir sópran, Mótettukór Hallgrímskirkju, Kammerhljómsveit Hallgrímskirkju.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
Aðgangseyrir: 4.900 kr. / listvinir: 50% afsláttur