Uppfærður tæknibúnaður Klais-orgelsins býður upp á þá nýjung að hægt er að stjórna orgelinu með midi-skilaboðum sem send eru frá tölvu. Organistinn fær kærkomið frí og tónskáldin geta leyft sér að fara yfir mörk mannlegrar getu í nálgun sinni við hljóðfærið. Flutt verða ný verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Gunnar Andreas Kristinsson, Hlyn A. Vilmarsson, Ragnhildi Gísladóttur, Úlf Hansson og Áka Ásgeirsson, en Áki veitir jafnframt kollegum sínum tæknilega aðstoð við útfærslu tónsmíðanna.
Aðgangseyrir: 2500 kr. / listvinir og nemendur 50% afsláttur.