Söng- og hljóðfæranemendur tónlistardeildar Listaháskóla Íslands flytja fjölbreytta tónlist, m.a. ný verk eftir tónsmíðanemendur skólans.
Listvinafélag Hallgrímskirkju og tónlistardeild Listaháskóla Íslands hafa gert með sér samkomulag um að tónlistardeildin skipuleggi tvenna tónleika á vorönn 2016. Markmiðið með þessu samstarfi er að kynna nemendum skólans fyrir töfrum Klais-orgelsins og rými kirkjunnar til tónlistarflutnings og á sama tíma bjóða listvinum kirkjunnar tækifæri til að heyra hvað hæfileikaríkir nemendur tónlistardeildar hafa fram að færa.
Ókeypis aðgangur.