Kammerkórinn Schola cantorum flytur hrífandi jólatónlist með og án undirleiks, m.a. ný gullfalleg jólalög eftir Hafliða Hallgrímsson, Ó, hljóða nótt eftir Adams o.fl.
Einsöngvarar eru Fjölnir Ólafsson barítón, Hildigunnur Einarsdóttir alt og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran auk þess sem aðrir einsöngvarar úr röðum kórfélaga syngja einsöngsstrófur.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og stjórnandi Hörður Áskelsson.
Aðgangseyrir: 3.500 kr/ listvinir: 50% afsláttur