HIMINHVELFING

Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

HIMINHVELFING

27/11/16

12.15 HIMINHVELFING

Opnun nýrrar listsýningar við messulok.

Málfríður Aðalsteinsdóttir sýnir ný verk í forkirkjunni.

 

Málfríður Aðalsteinsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur um árabil búið og starfað í Osló. Það eru aðallega tvö þemu í verkum hennar. Annars vegar hrjóstrug náttúran á norðlægum slóðum og hins vegar handverkshefðir og menningararfur.

Hvolfþak Panþeons í Róm var kveikjan að verkunum á sýningunni í Hallgrímskirkju; það var byggt sem heiðið hof og seinna breytt í kaþólska kirkju. Til samanburðar vildi Málfríður einnig sýna hvolfþök frá

öðrum menningarheimum en Evrópu og valdi hofið í Turba Sitta Zubayda í Írak sem dæmi um íslamskan arkitektúr. Myndina af hvelfingunni frá Indlandi vann Málfríður út í frá mynstri sem hún sá oft í hofum og höllum þar í landi.

Sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir. Sýningin stendur til 19. febrúar 2017.

Details

Date:
27/11/16