ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR HEFST

Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR HEFST

18/06/16 | 12:00 - 12:30

18. júní­–28. ágúst

32 orgeltónleikar yfir sumarið

Hinir vinsælu sumartónleikar, sem nú eru haldnir 24. sumarið í röð, eru alla sunnudaga kl. 17.00 (60 mínútur) og alla fimmtudaga og laugardaga kl. 12.00 (30 mínútur).

Á Alþjóðlegu orgelsumri koma fram konsertorganistar í fremstu röð frá ýmsum löndum, m.a. Bandaríkjunum, Svíþjóð, Hollandi, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Íslandi.

Meðal þeirra sem fram koma má nefna James McVinnie, Douglas Cleveland, Mattias Wager, Leo van Doeselaar, Christopher Schöner, Paul Jacobs (heildarflutningur Bach orgelverkanna) o. fl.

 Hádegistónleikar Schola cantorum eru alla miðvikudaga kl. 12.00, en í tilefni af því að kórinn fagnar á þessu ári 20 ára afmæli sínu býður kórinn upp á fjölbreytta efnisskrá með þverskurði af efnisvali kórsins gegnum árin.

Í hádeginu á fimmtudögum verða orgeltónleikar undir yfirskriftinni Orgel +, þar sem leikið verður á Klaisorgelið í samleik við önnur hljóðfæri.

Sérprentuð Dagskrá Alþjóðlegs Orgelsumars verður birt vorið 2016.

Details

Date:
18/06/16
Time:
12:00 - 12:30

Venue

Hallgrímskirkja
Skólavörðuholt
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone:
510 1000
Website:
www.hallgrimskirkja.is