Alþjóðlegt orgelsumar 2015
13. júní til 9. ágúst
26 orgeltónleikar yfir sumarið.
Hinir vinsælu sumartónleikar, sem nú eru haldnir 23. sumarið í röð, eru alla sunnudaga kl. 17.00 (60 mínútur) og alla fimmtudaga og laugardaga kl. 12.00 (30 mínútur).
Á Alþjóðlegu orgelsumri koma fram konsertorganistar í fremstu röð frá ýmsum löndum m.a. Hollandi, Noregi, Þýskalandi, Frakklandi og sigurvegarinn í Alþjóðlegu orgelkeppninni í Chartre í Frakklandi 2014.