Hallgrímskirkja var vígð 2. október 1986 og verður þess minnst með hátíðlegri dagskrá sem kynnt verður síðar. Meðal viðburða verða hátíðartónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju en þar syngur kórinn meðal annars Te deum eftir Charpentier ásamt barokksveit og fimm einsöngvurum. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Aðgangseyrir: 4.900 kr.