TILNEFNING Íslensku tónlistarverðlaunin 2022 / NOMINATION Iceland Music Awards 2022 – Jólaóratóría J.S.Bach í Hörpu – Listvinafélagið í Reykjavík og Mótettukórinn. Tónlistarviðburður ársins. Sígild og samtímatónlist.
Listvinafélagið er afar stolt og þakklátt fyrir að Jólaóratórían eftir J.S. Bach sé tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022 sem Tónlistarviðburður ársins og Mótettukórinn hafi einnig fengið tilnefningu sem Tónlistarflytjandi ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar.
Flytjendur Jólaóratóríunnar voru Mótettukórinn, Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík og einsöngvararnir Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Alex Potter kontratenór, Benjamin Glaubitz tenór og Jóhann Kristinsson bassi. Stjórnandi var Hörður Áskelsson.
Verðlaunaafhendingin fer fram í Silfurbergi í Hörpu miðvikudaginn 30. mars og hefst bein útsending á RÚV kl. 20.05