Sýningaropnun Páls Hauks sunnudaginn 8. september kl. 12.15 – Ósegjanleiki

Schola cantorum
Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 28. ágúst
26/08/2019
Barokkhópurinn BaroqueAros
BAROKKTÓNLEIKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU
03/10/2019
Sýna allt

Sýningaropnun Páls Hauks sunnudaginn 8. september kl. 12.15 – Ósegjanleiki

Pál Haukur

Myndlistarsýning Páls Hauks, Ósegjanleiki, verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju sunnudaginn 8. september 2019 við messulok kl.12:15. 

Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir.  

Allir eru hjartanlega velkomnir og verða léttar veitingar í boði Hallgrímssafnaðar. 

Páll Haukur sýnir ný verk sem hann hefur gert sérstaklega fyrir þessa sýningu. 

Pál Haukur

Í verkum sínum er hann að fást við myndbirtingar hins yfirskilvitlega og hvernig þær gera grein fyrir íverubundinni tilveru okkar og eru á ákveðinn hátt ábyrgar fyrir afmörkun menningar og náttúru. Leikur að mörkum og skilgreiningum er iðja sem varpar fram spurningum um hið listræna sjálf ekki síður en um afurðir þess. Útkoman eru verk sem eru alls konar en þó með ákveðnu svipmóti. 

Ferill Páls Hauks spannar allt frá hinu ofur einfalda til hins ofur flókna, frá því sem mótast af nauðhyggju til þess sem er háð geðþótta, og blandar þessu tvennu oft saman með ófyrirséðum afleiðingum. 

Í áhugaverðum texta um sýninguna „Hvort vegur þyngra, kíló af dúni eða kíló af blýi?“ skrifar Guðrún Eva Mínervudóttir: 

„Haha“, segir uppreisnarandinn. „Þið eruð svo upptekin af því að blý vegi þyngra en dúnn að þið hrasið um staðreyndirnar. 3 Í viðleitninni til að draga upp mynd af heiminum sem efnislegum hlut sem myndi passa í eitthvað ílát — ef ílátið væri bara nógu stórt — fer hinn augljósasti sannleikur framhjá ykkur. 4“ Hvort á maður að segja, geitafjöður í hatti eða geitafjöður á hatti? 5 Hvers vegna ættum við að vilja heim sem passar — eða passar ekki — í mæliker? Getur verið að við miðum allt út frá sjálfum okkur og upplifum því smæð okkar frammi fyrir eilífð og ómæli? 6 Við erum bæði mælanleg og ómælanleg. Við erum tími og rými. Elífð og geimur. Við erum ílátið sem myndi rúma heiminn — ef heimurinn væri hlutur. 3 Dúnn er ekki í eðli sínu léttari en blý, en mýktin er meiri að umfangi en harkan. Óendanleg mýkt væri þá óendanleg að umfangi. Þegar við hrösum er það þá inn í mýkt sem er óendanleg og því alstaðar. Megi svo vera. Amen. 4 Samt ekki alveg. Það sem við lifum og hrærumst í getur aldrei farið alveg framhjá okkur. Alveg eins og vatnið fer ekki framhjá skinum þótt hann ha aldrei hugsað út í hvað það er sem umlykur hann. 5 Við eigum það við eigin samvisku hvort við ruglum fólk í ríminu með heimatilbúnum furðuskepnum og öðrum skáldskap. 6 Það að upplifa smæð sína hefur hingað til þótt góð íþrótt og til marks um heilbrigða auðmýkt. En allt vesen heimsins er til komið vegna mannlegrar minnimáttarkenndar. Sem er aftur til komin vegna tregðunnar til að gangast við eigin óendanleika. 

Páll Haukur stundaði nám í Listaháskóla Íslands og í California Institute of the Arts þar sem hann hlaut MFA-gráðu árið 2013. Í innsetningum hans er notast við teikningar, skúlptúr og gjörninga; þær hafa verið sýndar frá árinu 2008 á Íslandi, í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann býr og starfar í Reykjavík. 

Sýningin stendur til 24. nóvember 2019 og er opin alla daga kl. 9 – 21 (september) og 9 – 17 (október/nóvember). 

 Páll Haukur

Pál Haukur

Páll Haukur: sýningin Dauði hlutarins í Kling og Bang 2018