Sýning Erlings Páls Ingvarssonar í Hallgrímskirkju – SÝNINGARLOK UM HELGINA

Listamannaspjall á laugardegi – Erlingur Páll Ingvarsson Í Hallgrímskirkju 3. feb. kl. 17
02/02/2018
SYNJUN / REFUSAL - Kristín Reynisdóttir
Kristín Reynisdóttir: SYNJUN / REFUSAL- sýningaropnun sunnudaginn 25. febrúar kl. 12.15
23/02/2018
Sýna allt

Sýning Erlings Páls Ingvarssonar í Hallgrímskirkju – SÝNINGARLOK UM HELGINA

Erlingur Páll Ingvarsson

Erlingur Páll Ingvarsson

Sýningu Erlings Páls Ingvarssonar „BIRTING“ í Hallgrímskirkju lýkur á sunnudaginn.

“Sýningin er tileinkuð vaxandi birtu með tilvísun í þann árstíma sem hún stendur yfir, og einnig birtingu myndverks vegna samruna íhugunar, efnis og athafnar. Fyrir mér er birting hreyfing, hreyfiafl, og hluti af hringferli sköpunar, bæði í náttúru og list.” (Erlingur Páll).

Sýningin hefur vakið mikla athygli og var listamannspjall tengt sýningunni 3. febrúar sl. einstaklega vel heppnað. Fullt var útúr dyrum í forkirkjunni, en þar sagði Erlingur Páll frá verkum sínum og nálgun við listina og Rósa Gísladóttir myndlistarfulltrúi Listvinafélagsins leiddi umræður og kom með áhugaverðar spurningar. Meðfylgjandi eru myndir frá listamannaspjallinu.

Sýning Erlings Páls er sölusýning. Aðgangur er ókeypis.

 Bæklingur