ALUMNI – atvinnumanna sönghópur úr kór Clare College Cambridge
Stjórnandi: Graham Ross.
KÓRTÓNLEIKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU
13. apríl 2019 laugardagur kl. 17
‘SUCH ENDLESS PERFECTNESS’
Breskur úrvalsoktett úr kór Clare College í Cambrigde, sem er gestur Listvinafélagsins flytur með sér hina þekktu bresku kórhefð með mjög fjölbreyttri efnisskrá allt frá endurreisn til nútímans, þ.s. breskri og annarra þjóða tónlist er teflt saman á mjög fallegan og áhrifamikinn hátt.
Á efnisskránni eru verk eftir Elgar, Howells, Tavener, Sigurð Sævarsson, Schütz, Gerswin o fl.
Stjórnandi er Graham Ross.
Aðgangseyrir: 3.500 kr.- afsláttur fyrir námsmenn, öryrkja og eldri borgara.
Miðasala í Hallgrímskirkju opið daglega 9-17 og á midi.is.
Sjá efnisskrána hér. ( Á ensku )