Söngvahátið barnanna í Hallgrímskirkju á Skírdag 13. apríl kl. 14.00 (ath. breyttan tíma)

Schola Cantorum
Íslensku Tónlistarverðlaunin 2017 – Schola cantorum “Flytjandi ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar”
03/03/2017
Hallgrímur Pétursson - Passíusálmar
Passíusálmalestur í Hallgrímskirkju á Föstudaginn langa kl. 13-18
07/04/2017
Sýna allt

Söngvahátið barnanna í Hallgrímskirkju á Skírdag 13. apríl kl. 14.00 (ath. breyttan tíma)

UM 100 börn og unglingar úr 7 barna- og unglingakórum flytja fjölbreytta efnisskrá við undirleik úrvals jazzhljóðfæraleikara, en þeir eru Agnar Már Magnússon á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grétarsson á slagverk, en Björn Steinar Sólbergsson leikur einnig með á orgel, m.a. í Slá þú hjartans hörpustrengi.

Dagskráin er um 60 mínútur að lengd með mjög fjölbreyttri efnisskrá.

Tónleikagestir fá einnig að taka lagið með börnunum.

Kórarnir sem taka þátt í Söngvahátíð barnanna í ár eru:
 
Barna- og Unglingakór Hallgrímskirkju og Barnakór Ísaksskóla
stjórnandi: Ása Valgerður Sigurðardóttir

Barnakór Bústaðakirkju
stjórnandi: Svava Kristín Ingólfsdóttir

Barnakór Seljakirkju
stjórnandi: Rósalind Gísladóttir

Barnakór Kálfatjarnarkirkju
stjórnandi: Elísabet Þórðardóttir

Kórskóli Langholtskirkju
stjórnandi: Sólveig Anna Aradóttir

Graduale Futuri, Langholtskirkju
stjórnandi: Rósa Jóhannesdóttir

Umsjónarmaður og kynnir er Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar.

Þessi árvissi viðburður er afar gleðilegur og fyllist kirkjan af kátum tónleikagestum á öllum aldri.

Ókeypis aðgangur- allir velkomnir!

Vídeó

Lagið Dona nobis eftir Mary Lynn Lightfoot sem börnin sungu í Hallgrímskirkju á Skírdag, þann 24. mars í fyrra er hægt að hlusta og horfa á með því að smella hér.