Sólveig Anna Aradóttir á síðustu fimmtudagstónleikum Alþjóðlegs orgelsumars 17. ágúst kl. 12

Hallgrímskirkja
Menningarnótt í Reykjavík 2017 – Sálmafoss í Hallgrímskirkju 19. ágúst klukkan 15.00-21.00
15/08/2017
Gretar Reynisson
Gretar Reynisson: 501 nagli – síðasta sýningarhelgi 19. -21. ágúst 2017
17/08/2017
Sýna allt

Sólveig Anna Aradóttir á síðustu fimmtudagstónleikum Alþjóðlegs orgelsumars 17. ágúst kl. 12

Sólveig Anna Aradóttir

Sólveig Anna Aradóttir stundaði píanónám hjá Nínu Margréti Grímsdóttur. Hún ólst upp í barnakór hjá Þórunni Björnsdóttur og seinna hjá Þorgerði Ingólfsdóttur en syngur nú með Sönghópnum við Tjörnina. Sólveig útskrifaðist með kirkjutónlistarpróf frá Tónlistarskóla þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Guðnýjar Einarsdóttur. Kórstjórnun nam hún hjá Herði Áskelssyni og Magnúsi Ragnarssyni. Sólveig lauk BA-gráðu úr Skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands og lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar nú í vor undir leiðsögn Eyþórs Inga Jónssonar. Sólveig starfaði sem organisti í Akureyrarkirkju frá hausti 2016 til mars 2017. Þá stýrði hún einnig Kvennakór Akureyrar. Hún heldur út til frekara náms við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn nú í haust.

Miðasala er við innganginn einni klst. fyrir tónleikana og á midi.is. Miðaverð er 2000 kr.