Síðasta sýningarhelgi Alfa&Omega í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja
“LÚTHERSDAGAR Í HALLGRÍMSKIRKJU“ – 26.-31. október 2017
21/10/2017
Schola cantorum
Lúthersdagar í Hallgrímskirkju 26.-31. október 2017 – „Sálmar á nýrri öld“
27/10/2017

Síðasta sýningarhelgi Alfa&Omega í Hallgrímskirkju

Alfa & Omega í Hallgrímskirkju

Fredrik Söderberg

Christine Ödlund

Alpha & Omega – síðasta sýningarhelgi Christine Ödlund og Fredriks Söderberg í Hallgrímskirkju. Okkur hefur verið mikill heiður af því að fá þessa virtu sænsku listamenn til að sýna hjá okkur, en þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir þau eru sýnd á Íslandi. Þetta er áhrifamikil sýning sem stendur til 31. október 2017. 

Christine Ödlund hefur þróað fágaðan ímyndarheim sem gerir flókin líffræðileg og stjarnfræðileg ferli sýnileg. Verk hennar snúast um hæfileikann að hefja sig yfir þá múra sem hindra tjáskipti fólks og jurta og mörkin milli hins sýnilega og ósýnilega.

Myndir Fredriks Söderberg eru hlaðnar mörgum lögum af trúarlegum táknum og takast á við dýpstu leyndardóma kristninnar. Við vinnslu verkanna fimm sem hann sýnir í Hallgrímskirkju studdist hann við handrit að Opinberunarbók Jóhannesar sem munkurinn Beatus frá Liébana (730-785) ritaði og þaðan kemur heitið, Alpha et Omega. Í verkunum leitast Söderberg við að tjá hinar frumstæðu myndir handritsins. Samhverfan sem birtist í fornum handritslýsingunum er hrífandi í öllum sínum einfaldleika.

Christine Ödlund hefur verið virk í sýningarhaldi á alþjóða vettvangi og hefur meðal annars tekið þátt í sýningum á borð við Momentum Nordic Biennal of Contemporary Art í Moss í Noregi og Marrakesh-tvíæringnum í Marokkó.

Verk Fredrik Söderberg hafa meðal annars verið sýnd í Historiska Museet í Stokkhólmi, Galleri Riis í Osló, í Sænsku stofnuninni í París og tók þátt í Magasin III í Stokkhólmi.

Þau búa bæði og starfa í Stokkhólmi.

www.christineodlund.se
www.fredriksoderberg.org

Listvinafélag Hallgrímskirkju
listvinafelag.is