Hátíðartónlist fyrir 2 trompeta og orgel
Hátíðartónlist fyrir 2 trompeta og orgel
22/12/2019
Mótettukór Hallgrímskirkju
20 ára sálmasamstarf Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunnarssonar
29/01/2020
Sýna allt

RAUNIR JEREMÍA

Jeremía

Laugardaginn 8. febrúar
Kl. 16:00

Tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti og altsöngkonan Hildigunnur Einarsdóttir flytja Myrkralexíur eftir Charpentier og fleiri verk. Harmljóð Jeremía urðu kveikja að sérstöku tónlistarformi í Frakklandi á 17. öld sem nefnt var „leçons de ténèbres“ eða „myrkralexíur“. Þær voru í senn meinlætalegar og fágaðar og sungnar í dymbilviku. Óperuflutningur var bannaður á lönguföstu og því mátti nýta söngvara, tónskáld og tónlistarmenn, sem voru í þjónustu hirðarinnar, í kirkjunni á meðan. Sveitin Corpo di Strumenti og Hildigunnur Einarsdóttir altsöngkona spinna efnisskrána utan um Myrkralexíur eftir Marc-Antoine Charpentier, en einnig eldri harmljóðatónlist.

Flytjendur:
Hildigunnur Einarsdóttir altsöngkona,
Maude Gratton orgelleikari,
Brice Sailly semballeikari,
Mathurin Matharel pikkólósellóleikari
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari, sem jafnframt er listrænn stjórnandi.

Aðgangseyrir: 4.500 kr.
Miðasala í Hallgrímskirkju opið daglega 9-17 og á www.tix.is