Orgelverk eftir konur, frönsk músík og íslenskur tónlistararfur í þessari viku á Orgelsumrinu

Lærisveinn galdrameistarans um helgina í stórkostlegri orgelútsetningu
28/06/2016
Orgel, saxófónn og orðasalat: Háleynilegt prógramm á fimmtudaginn!
12/07/2016
Sýna allt

Orgelverk eftir konur, frönsk músík og íslenskur tónlistararfur í þessari viku á Orgelsumrinu

3239Tónlistararfur í tærum söng

Hinn margverðlaunaði kammerkór Hallgrímskirkju syngur tónleika í hádeginu á morgun, miðvikudag, á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Kórinn er þekktur fyrir einstaklega tæran hljóm sinn. Á efnisskránni eru íðilfögur kórverk án undirleiks sem valin eru með tilliti til hljómburðar kirkjunnar. Má þar nefna Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Stóðum tvö í túni eftir Hjálmar H. Ragnarsson en á sumartónleikum Schola cantorum þetta árið er áhersla lögð á íslenskan tónlistararf. Tónleikarnir hefjast kl. 12.

 Konur og Klais

Orgelverk eftir konur verða leikin á Klais-orgel í Hallgrímskirkju Sigrun - full size-9fimmtudaginn 7. júlí kl. 12, en þá heldur Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti Akureyrarkirkju, tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri. Tónskáldin eru fædd í Evrópu og Bandaríkjunum á 19. og 20. öldinni og eru verkin afar fjölbreytt, en öll eiga tónskáldin það þó sameiginlegt að hafa samið fjölda sönglaga.

Elst kvennanna er Fanny Mendelssohn Hensel, fædd 1805 í Þýskalandi, en hún var systir Felix Mendelssohns. Florence B. Price var fyrsta bandaríska konan af afrískum uppruna sem fékk verk eftir sig flutt af sinfóníuhljómsveit árið 1933 og Emma Lou Diemer er bandarískur organisti á og prófessor emeritus í tónsmíðum. Þá er á dagskránni verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur frá 2012 sem ber heitið Konan og drekinn, sem hún skrifaði að beiðni Þjóðkirkjunnar út frá versum úr Opinberunarbókinni.

Orgelfranska fyrir byrjendur

„Franska fyrir byrjendur“ segir dómorganistinn Kári Þormar að tónleikar sínir á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju um komandi helgi gætu kallast, en hann hefur sett saman efnisskrá með aðgengilegum frönskum orgelverkum frá 19. og 20. öldinni. Mikil og rík orgelhefð er í Frakklandi og víst að af nógu er að taka þegar velja á stórfengleg orgelverk til flutnings.

Elst tkári þormarónskáldanna er César Franck, fæddur 1822, sem var mikilvirkt tónskáld og kennari í París og þekktur fyrir gríðarlega færni í spuna. Yngsta tónskáldið er hinn líbansk-franski Naji Hakim sem fæddist 1955 og tók árið 1993 við af sjálfum Messiaen sem organisti í Kirkju heilagrar þrenningar í París. Auk þess mun Kári leika verk eftir Widor, Langlais, Alain og Boëlman.

Tónleikar Kára verða laugardaginn 9. júlí kl 12 og sunnudaginn 10. júlí kl 17.

Aðgöngumiðar á alla tónleika verða seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og á tónleika Kára einnig á midi.is.

Miðverð:

Miðvikudagur: 2500 kr

Fimmtudagur: 2000 kr

Laugardagur: 2000 kr

Sunnudagur: 2500 kr