Lítil saga úr orgelhúsi á Sumardaginn fyrsta – ókeypis aðgangur

King’s Voices, Cambridge
Frábær gestakór um helgina- King’s voices frá King´s College í Cambridge syngur EVENSONG og í messu með birkigreinum á Pálmasunnudag kl. 11
22/03/2018
Tónlistarmenn framtíðarinnar
Séð frá tungli / tónlistarmenn framtíðarinnar í Hallgrímskirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14
26/04/2018
Sýna allt

Lítil saga úr orgelhúsi á Sumardaginn fyrsta – ókeypis aðgangur

Tónleikar á Sumardaginn fyrsta 2018

Á Sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl 2018, verður tónlistarævintýrið Lítil saga úr orgelhúsi flutt í Hallgrímskirkju. Lítil saga úr orgelhúsi er  skemmtilegt ævintýri sem fjallar um orgelpípurnar sem búa í orgelhúsinu.

Tónleikar á Sumardaginn fyrsta 2018

Smellið á mynd til að stækka

Tvær sýningar verða á ævintýrinu, sú fyrri verður á íslensku kl. 13 en sú seinni á ensku kl. 14:30. Ævintýrið sömdu þau Guðný Einarsdóttir, organisti, en hún skrifaði söguna, Michael Jón Clarke tónskáld, sem samdi tónlistina og Fanney Sizemore sem myndskreytti ævintýrið.

Flytjendur eru þau Guðný Einarsdóttir, organisti, Bergþór Pálsson sögumaður á íslensku og Michael Jón Clarke, sögumaður á ensku.

Sýningarnar eru haldnar á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og eru hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2108.

Aðgangur ókeypis