Kammerkórinn Schola cantorum hlýtur 2 tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Sýningaropnun - HILMA STÚDÍUR: SVANIR
HILMA STÚDÍUR: SVANIR- Sýningaropnun
25/02/2017
Sýningaropnun - HILMA STÚDÍUR: SVANIR
HILMA STÚDÍUR: SVANIR- Sýningaropnun föstudaginn 3. mars kl. 18-19.30. Mótettukórinn syngur og listamaðurinn segir frá verkum sínum
01/03/2017

Kammerkórinn Schola cantorum hlýtur 2 tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Schola Cantorum

Kammerkórinn Schola cantorum er tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki sígildrar – og samtímatónlistar. Kórinn hlaut tvær tilnefningar, fyrir plötu ársins, Meditatio og sem Tónlistarflytjandi ársins.

Í tilkynningu sem Íslensku tónlistarverðlaunin sendu frá segir:

PLATA ÁRSINS
Schola cantorum – Meditatio
Stórglæsilegur hljómdiskur Schola cantorum, Meditatio, trónir sem krúna á tuttugu ára starfstíð eins helsta kammerkórs landsins. Metnaður og heildarhugsun skín gegnum verkefnaval sem og uppröðun, og stórbrotin hljómgæði færa hljómdiskinn í hásæti út fyrir landsteina á meðal þess besta sem gerist.

TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS
Schola cantorum
Tuttugasta starfsár Schola cantorum var afar öflugt. Efnisskrá kórsins var metnaðarfull og fól m.a. í sér frumflutning á Requiem eftir Sigurð Sævarsson og Fyrir ljósi myrkrið flýr eftir Huga Guðmundsson auk Sálumessu eftir Kjell Mörk Karlsen. Kórinn lauk starfsárinu með flutningi Jólaóratoríu J.S. Bach ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju. Einsöngvarar komu úr röðum kórmeðlima og auðheyrt að í kórnum er valinn maður í hverju rúmi. Á skírdagskvöld flutti kórinn endurreisnartónlist m.a. Miserere eftir Allegri. Sá flutningur ásamt tónlistarflutningi kórsins á útgáfutónleikum disksins Meditatio sýndi gæðasöng kórsins í réttu ljósi – söng sem einkennist af einstaklega fallegri tónmyndun og samhæfingu.

Listvinafélag Hallgrímskirkju er stoltur bakhjarl kammerkórsins Schola cantorum og óskar kórnum innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða haldin hátíðleg í Hörpu fimmtudaginn 2. mars og verða sýnd beinni útsendingu á RÚV

Hér má sjá allar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2016:

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna tilkynntar

Tilnefningar 2016