Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 2017 – Hádegisjól með Schola cantorum föstudaginn 8. desember klukkan 12.00

BIRTING / OPNUN SÝNINGAR ERLINGS PÁLS INGVARSSONAR Í HALLGRÍMSKIRKJU SUNNUDAGINN 3. DESEMBER KL. 12:15
01/12/2017
Schola Cantorum
Hádegisjól með Schola cantorum föstudaginn 15. desember klukkan 12.00
14/12/2017

Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 2017 – Hádegisjól með Schola cantorum föstudaginn 8. desember klukkan 12.00

Schola Cantorum

Hádegisjól með Schola cantorum föstudaginn 8. desember klukkan 12.00.  Tónleikarnir eru aðrir í röð þriggja hádegistónleika kórsins á föstudögum í desember.
Á efnisskránni eru ýmsir vinsælir aðventu- og jólasöngvar, m.a. ný útsetning eftir Auði Guðjohnsen kórfélaga á Hátíð fer að höndum ein.

Einsöngvarar eru úr röðum kórsins og föstudaginn 8. des. eru það Guðmundur Vignir Karlsson tenór, sem syngur einsöng í Betlehemsstjörnunni eftir Áskel Jónsson og Hildigunnur Einarsdóttir alt, sem syngur einsöng í Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Einnig flytur kórinn fagra aðventu- og jólatónlist eins og m.a. Það aldin út er sprungið, gullfalleg verðlauna jólalög eftir Hafliða Hallgrímsson og Jólagjöfina eftir stjórnandann Hörð Áskelsson, sem leikur einnig á stóra Klais orgelið.

Miðasala er við innganginn, miðaverð 2500 kr. – 50% afsl. fyrir listvini. listvinafelag.is

EFNISSKRÁ 8. des. kl. 12
Hátíð fer að höndum ein Íslenskt þjóðlag / Icel. tradition.
Útsetning / Arrangement: Auður Guðjohnsen *1975
Það aldin út er sprungið Lag frá 15. öld / melody from 15th century,
Útsetning / Arrangement: Michael Praetorius, 1571–1621
Kom engill til mín Sigurður Flosason *1964
Joseph and the Angel Hafliði Hallgrímsson *1941
The King’s Birthday Hafliði Hallgrímsson
Heilög stund á jörð Sigurður Flosason
Betlehemsstjarnan Áskell Jónsson 1911 ‒2002 Einsöngur / Solo: Guðmundur Vignir Karlsson, tenór
Ave María Sigvaldi Kaldalóns 1877–1946 Einsöngur / Solo: Hildigunnur Einarsdóttir, alt
Jólagjöfin Hörður Áskelsson *1953